fbpx
Menu

reglur

Sóttvarnarreglur í skólanum

Skólinn hvetur nemendur og starfsmenn til að vera með C-19 rakningarappið uppsett og kveikt á því í símum sínum utan sem innan skólans.
Hér eru reglurnar sem gilda í skólanum á tímum Covid 19.

Sóttvarnarreglur í skólanum – gildir frá 23. febrúar 2021:

 

 1. Ekki mæta í skólann ef:
 • Þú ert með einkenni sem líkjast Covid-19 einkennum (kvef, hósta, hita, höfuðverk, bein- eða vöðvaverki, þreytu).
 • Þú ert í einangrun vegna COVID-19 eða bíður eftir niðurstöðu sýnatöku.
 • Þú ert í sóttkví.

Ef þú finnur fyrir einkennum eftir að þú mætir í skólann:

 • Farðu strax heim.
 • Láttu kennarann þinn eða skólastjóra vita eins fljótt og auðið er.
 1. Sprittaðu hendur um leið og þú kemur inn í skólann – sprittstöðvar eru við alla innganga.
 2. Settu upp grímu um leið og þú kemur inn í skólann – grímur eru við alla innganga. Ath. grímuskylda gildir í skólanum.
 3. Virtu fjarlægðarmörk.
 4. Virtu hægri umferð á göngum skólans.
 5. Dveldu ekki á göngum skólans heldur farðu rakleitt í þína kennslustofu.
 6. Sprittaðu hendur um leið þú kemur inn í nýtt rými t.d. kennslustofu, salerni og bókasafn.
 7. Sótthreinsaðu í upphafi og lok kennslustundar:
 • Borð og stólbak
 • Lyklaborð og mús
 • Sameiginleg verkfæri
 1. Notaðu hanska við vinnu á vélar þar sem þess er krafist.
 2. Dveldu ekki í skólastofunni eftir að tíma er lokið.
 3. Heimilt er að borða í skólastofum (þeirri stofu sem þinn næsti tími er í). Mundu að sótthreinsa borð og stóla fyrir og eftir máltíð, ganga vel um og henda rusli í ruslafötur.

 

Mundu að reglulegur og góður handþvottur með sápu ásamt sprittun og hæfilegri fjarlægð er besta sóttvörnin!

ATH! Einnota grímum og hönskum skal ávallt henda í ruslið eftir notkun. Margnota grímur þarf að þvo daglega að lágmarki á 60 gráðu hita.

Skólinn hvetur nemendur og starfsmenn til að vera með C-19 rakningarappið uppsett og kveikt á því í símum sínum utan sem innan skólans.