fbpx
en
Menu
en

Covid – spurt og svarað

Spurningar og svör sem komið hafa upp í tengslum við ný sóttvarnarlög og nýjar áherslur í skólastarfinu.

FAQ

Námið og starfsemin í skólanum á tímum Covid 19

Hvernig er mæting skráð í Innu?

Merkt er við mætingu í hverjum tíma. Sérlega mikilvægt er að skrá viðveru í húsi nákvæmlega vegna rakningar ef upp kemur smit. Eftirfarandi bókstafir skulu notaðir:

  • T ef nemandi er mættur á TEAMS
  • M ef nemandi er mættur í tíma í skóla
  • F ef nemandi er fjarverandi (hvort sem það er í skóla eða teams)
  • X ef nemandi þarf ekki að mæta í tíma eða er búinn með öll verkefni

Ef nemandi telur sig ekki geta mætt í skólann vegna COVID af öðrum ástæðum en að hann sé í einangrun eða sóttkví (svo sem vegna undirliggjandi sjúkdóms) þá skal viðkomandi nemandi eða forráðamaður hafa samband við skólastjóra/námsráðgjafa sem skoðar hans mál.

Hverjar eru sóttvarnarreglurnar í skólanum?

Hvað á ég að gera ef einhver virðir ekki sóttvarnarreglur?

Ef einhver virðir ekki sóttvarnarreglur er best að byrja á að benda viðkomandi á að virða reglurnar, en oft er það að fólk gleymir sér og tekur ábendingunni vel. Ef viðkomandi virðir ekki sóttvarnarreglur þrátt fyrir að hafa fengið ábendingu skal skrá ábendingu í ábendingakerfi skólans á slóðinni https://tskoli.is/abendingar/. Eins má hafa samband við skólastjóra viðkomandi. Netfang skólastjóra er að finna hér á vefsíðu skólans – mannauður.

Hvað geri ég ef ég greinist með Covid-19?

Ef þú greinist með Covid-19 færð þú leiðbeiningar frá Covid-19 göngudeild Landsspítalans um hvað þú átt að gera varðandi einangrun. Þú tilkynnir skólanum um veikindin með því að senda póst á Guðrúnu Randalín Lárusdóttur aðstoðarskólameistara á netfangið [email protected]. Námsráðgjafi mun síðan hafa samband við þig á meðan þú ert í einangrun. Einnig er þér velkomið að hafa samband við námsráðgjafa, sálfræðing, kennara, skólastjóra og aðra starfsmenn skólans. Netföng og símanúmer starfsmanna er að finna á vefsíðu skólans hér.

Hvað geri ég ef ég þarf að fara í sóttkví?

Ef þú þarft að fara í sóttkví mun smitrakningarteymi almannavarna segja þér hverjar reglurnar eru í sóttkví og hversu lengi þú þarft að vera í sóttkví. Þú tilkynnir skólanum um sóttkví með því að senda póst á Guðrúnu Randalín Lárusdóttur aðstoðarskólameistara á netfangið [email protected]. Námsráðgjafi mun síðan hafa samband við þig. Einnig er þér velkomið að hafa samband við námsráðgjafa, sálfræðing, kennara, skólastjóra og aðra starfsmenn skólans. Netföng og símanúmer starfsmanna er að finna á vefsíðu skólans hér.

Hvað þarf ég að gera til að geta unnið í fjarnámi og hvar finn ég leiðbeiningar varðandi Teams?

Hér finnur þú leiðbeiningar um hvað þú þarft að gera til að geta unnið í fjarnámi og upplýsingar og leiðbeiningar um Teams. https://tskoli.is/fjarkennsla/fjarkennsla-nemendur/

Ég hef áhyggjur eða finn fyrir kvíða vegna ástandsins, hvert get ég leitað?

Ef þú hefur áhyggjur eða ert kvíðin/n vegna Covid-19 ekki hika við að hafa samband við sálfræðing Tækniskólans Benedikt Braga Sigurðsson, en hægt er að panta tíma hjá honum í gegn um Innu.  Sjá nánari upplýsingar um sálfræðiþjónustu Tækniskólans hér. 

Einnig getur þú haft samband við náms-og starfsráðgjafa. Nánari upplýsingar um þeirra þjónustu er að finna hér.

Hvenær má ég ekki mæta í skólann?

Ef þú ert veik/ur eða hefur grun um að þú sért smituð/aður mátt þú alls ekki mæta í skólann. Hafðu samband við heilsugæsluna þína eða kynntu þér leiðbeiningarnar á slóðinni https://www.covid.is/hafa-samband, þar geturðu fengið ráðgjöf um næstu skref og hvort þú þurfir að fara í sýnatöku.

Ef þú hefur farið í sýnatöku mátt þú ekki mæta í skólann á meðan þú bíður eftir niðurstöðu sýnatökunnar.

Ef þú greinist ekki með Covid-19 mátt þú samt sem áður ekki mæta í skólann fyrr en í fyrsta lagi eftir að þú hefur verið einkennalaus í 2 daga.

Hvað geri ég ef ég finn fyrir einkennum veikinda eftir að ég er komin/n í skólann?

Ef þú finnur fyrir kvefeinkennum eða öðrum einkennum um veikindi eftir að þú er mætt/ur í skólann skaltu fara strax heim og láta kennarann þinn eða skólastjóra vita. Hafðu samband við heilsugæsluna þína eða kynntu þér leiðbeiningarnar á slóðinni https://www.covid.is/hafa-samband, þar geturðu fengið ráðgjöf um næstu skref og hvort þú þurfir að fara í sýnatöku.

Ef veikindin eru ekki vegna Covid-19 skaltu ekki mæta í skólann fyrr en þú hefur verð einkennalaus í a.m.k. 2 daga.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!