Víravirki

Víravirki

13. september - 1. nóvember 2017

Á námskeiðinu er kennd gerð víravirkis allt frá undirbúningi efnis  að fullunnu skarti. Þátttakendur fá sjálfir að spreyta sig á flestu sem viðkemur vinnu við gerð víravirkis, kveikja, snitta, vinna höfuðbeygjur, kornsetja, eldbera, pússa, pólera og ganga frá
fullunnu víravirkisskarti.

Fjallað verður um mismunandi tegundir þjóðbúningasilfurs,
svo og tímabil í íslenskri þjóðbúningargerð.

Tími:
13. september
miðvikudagur
18:00 - 21:20
20. september
miðvikudagur 18:00 - 21:20
27. september
miðvikudagur
18:00 - 21:20
4. október
miðvikudagur
18:00 - 21:20
11. október
miðvikudagur 18:00 - 21:20
18. október
miðvikudagur
18:00 - 21:20
25. október
miðvikudagur
18:00 - 21:20
1. nóvember
miðvikudagur
18:00 - 21:20

Alls 26,5 klukkutímar / 40 kennslustundir

Leiðbeinandi: Harpa Kristjánsdóttir gull- og silfursmíðakennari í Hönnunar- og handverksskóla Tækniskólanum.

Námskeiðsgjald: 80.500 kr.
Innifalið: Efnisgjald að andvirði 12.000 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Staðsetning: Upplýsingar eru sendar skráðum þátttakendum í tölvupósti þegar nær dregur.

Hámarksfjöldi: 8


SKRÁNING HÉR


Ath! Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara.

Nánari upplýsingar fást hjá Endurmenntunarskólanum í síma 514 9602 eða á endurmenntun@tskoli.is.

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu.

Smelltu hér og skoðaðu fréttabréf Endurmenntunarskólans og skráðu þig á póstlistann okkar.