Smáskipavélavörður - vélgæslunámskeið

Smáskipavélavörður - vélgæsla

Vorönn 2018

Námskeiðið veitir réttindi til að vera vélavörður á skipi með 750 kW vél og minni og 12 m og styttra að skráningarlengd.

Um er að ræða bóklegt og verklegt nám. Verklegi þátturinn felst í almennri vélstjórn og bilanagreiningu og skal tilsvara 16 kennslustundum.

Farið verður í álagskeyrslu véla, dísilvélina + kerfi, forhleðslu, rafmagn, eldsneyti + kerfi, afgas + kerfi, varahluti og vetrargeymslu, reglur, vökvakerfi og frágang véla.

Innifalið: Hefti um vökvakerfi, Rafkerfi báta og Kennslubók í vélgæslu.

Námskeiðinu lýkur með 100% prófi (Rafmagnsfræði og vökvakerfi 30% - Vélfræði og reglugerðir 70%). Mætingarskylda er 85% til að geta farið í próf.

Forkröfur: Engar

Tími:


mánudagur
18:10 - 22:20

þriðjudagur
18:10 - 22:20

miðvikudagur
18:10 - 22:20

mmtudagur
18:10 - 22:20

föstudagur
18:10 - 22:20

laugardagur
08:00 - 16:50

sunnudagur
08:00 - 17:35

mánudagur
18:10 - 22:20

þriðjudagur
18:10 - 22:20

miðvikudagur
18:10 - 22:20

fimmtudagur
18:10 - 22:20

föstudagur
18:10 - 22:20

Alls 56,5 klukkutímar

Leiðbeinendur: Hlöðver Eggertsson og Þorsteinn Friðriksson

SKRÁNING HÉR

Námskeiðsgjald: 120.500 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Staðsetning: Upplýsingar eru sendar skráðum þátttakendum í tölvupósti þegar nær dregur.

Hámarksfjöldi: 14

Ath! Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara.

Nánari upplýsingar fást hjá Endurmenntunarskólanum í síma 514 9602 eða á endurmenntun@tskoli.is.

Þátttakendur verða að vera með lágmark 85% mætingu til að mega taka próf.

Smelltu hér og skoðaðu fréttabréf Endurmenntunarskólans og skráðu þig á póstlistann okkar.

Bordi-AppelsinugulurViðbótarnám SSV réttinda

Nemendur sem hafa lokið vélgæslunámskeiði geta bætt við sig 8-10 einingum í vélstjórnargreinum,samanber reglugerð nr. 886 um breytingu á reglugerð nr. 175/2088, en þar segir m.a.:

,,Sá sem lokið hefur vélgæslunámskeiði samkvæmt reglugerð settri af menntmálaráðuneyti eða sveinsprófi í vélvirkjun, hefur öðlast rétt til að vera vélavörður á skipum 12 metrar og styttri að skráningarlengd með vélarafl 750 kW eða minna (Skírteini: Smáskipavélavörður (SSV)).

Að loknum viðbótarnámi (RAF103 og tveir af eftirfarandi þremur áföngum: RAF253, VST204 og KÆL122. Véltækniskólanum er heimilt að meta sambærilega áfanga jafngilda) sem skilgreint er í námskrá öðlast hann rétt til að vera vélavörður á skipi með 750 kW vél og minni (Skírteini: vélavörður (VV)) og yfirvélastjóri á skipi með 750 kW vél og minni og 24 metrar og styttri að skráningarlengd að loknum 4ra mánaða siglingatíma sem vélavörður (Skírteini: Vélavörður (VVY)).

Nánari upplýsingar um viðbótarnám SSV réttinda veitir Jón Hjalti Ásmundsson í síma 514 9501 eða í tölvupósti joh@tskoli.is.