Veðurfræði og útivist

Veðurfræði og útivist

13. mars 2018

Kennd verða áhrif fjalla og landslags á veður, einkum vinda, úrkomu og skýjafar. Farið er í megineinkenni veðurfars á Íslandi á öllum árstímum, hvernig hiti og vindur breytist með hæð. Þá er fjallað um jöklaveðráttu, skafrenning og megingerðir þoku. Leiðbeiningar eru gefnar um aðgengilegar veðurspár, hverjar gagnast vel og hverjar síður fyrir ferðalanga í misjöfnu veðri.

Tími:

13. mars
þriðjudagur
17:30 - 21:30

Alls 4 klukkutímar/6 kennslustundir

Leiðbeinandi: Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur

Einar hefur um árabil kennt á námskeiðum um veður og veðurtengd málefni til lands og sjávar, m.a. um nokkurt skeið Veður og jökla  við Leiðsöguskólann í Kópavogi.  Einar  sinnir spáþjónustu á eigin vegum sem veðurgreiningar  fyrir  innlenda sem og erlenda aðila.

Námskeiðsgjald: 14.500 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Staðsetning: Upplýsingar eru sendar skráðum þátttakendum í tölvupósti þegar nær dregur.

Hámarksfjöldi: 25

SKRÁNING HÉR

Ath! Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara.

Nánari upplýsingar fást í Endurmenntunarskólanum í s. 514 9602 eða á endurmenntun@tskoli.is.

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu.

Smelltu hér og skoðaðu fréttabréf Endurmenntunarskólans og skráðu þig á póstlistann okkar.