Útskurður í tré

Útskurður í tré

24. febrúar - 17. mars 2018

Uskurdur_Tre_1Hentar byrjendum sem og lengra komnum því þátttakendum er mætt þar sem þeir eru staddir í útskurði.

Kennd eru grunnatriði við útskurð í tré, beiting útskurðarjárna og viðhald bits í þeim. Kynnt eru efni og áhöld og farið í mikilvægi teikningar og kennt hvernig færa á mynstur af teikningu yfir á tré.

Byrjendur fá æfingastykki (bakka), önnur verkefni eru stigþyngjandi.

Innifalið: Efni til minni verka (prufustykki) er innifalin í námskeiðsgjaldi. Efni til stærri verkefna er ekki innifalið.

Efni: Þátttakendur hafi með sér útskurðarjárn ef hægt er.

Tími:

24. febrúar
laugardagur
09:00 - 13:00
3. mars
laugardagur
09:00 - 13:00
10. mars
laugardagur
09:00 - 13:00
17. mars
 laugardagur 09:00 - 13:00

Alls 16 klukkutímar

Námskeiðið samsvarar einni einingu á framhaldsskólastigi.

Leiðbeinandi: Anna Lilja Jónsdóttir er með meistararéttindi í myndskurði. Hún hefur kennt á námskeiðum í útskurði í mörg ár.

Námskeiðsgjald: 50.500 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Staðsetning: Tækniskólinn á Skólavörðuholti.

Hámarksfjöldi: 12.

SKRÁNING HÉR

Utskurdur_folk_2

Myndir teknar á námskeiði í september 2011.

Ath! Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara.

Nánari upplýsingar fást hjá Endurmenntunarskólanum í síma 514 9602 eða á endurmenntun@tskoli.is.

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu.

Smelltu hér og skoðaðu fréttabréf Endurmenntunarskólans og skráðu þig á póstlistann okkar.