Skemmtibátanámskeið - fjarnám

Skemmtibátanámskeið - fjarnám

16. október - 9. desember 2017 - Enn er opið fyrir skráningu

skemmtibata

Kennd verða bókleg atriði, sem krafist er skv. námskrá til skemmtibátaprófs, í siglingafræði, siglingareglum og stöðugleika. Veitir réttindi á að stjórna skemmtibát styttri en 24 metrar. Í lok námskeiðs taka þátttakendur próf, lágmarkseinkunn er 6.

Námsgögn: Þátttakendur þurfa að nota eftirfarandi gögn á námskeiðinu:

  • Sjókort nr. 36
  • siglingarfræðigráðuhorn
  • hringfara (sirkil)
  • reglustiku (50 cm)
  • almenn ritföng (skrúfublýant 0,5 mm og gott strokleður)
  • glósubók
  • reiknivél.

Öll námsgögn fást hjá IÐNÚ bókaútgáfu, Brautarholti 8, 105 Reykjavík.


Tími: 16. október - 9. desember 2017
Prófið verður haldið laugardaginn 9. desember 2017

Leiðbeinandi:
Kjartan Örn Kjartansson kennari við Skipstjórnarskóla Tækniskólans og veitir hann upplýsingar
um námskeiðið í síma 665 1100

Námskeiðsgjald: 52.000 kr. með bóklegu prófi.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Sækja um námskeið


Ath! Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. viku fyrirvara.

Nánari upplýsingar fást hjá Endurmenntunarskólanum í síma 514 9602 eða á endurmenntun@tskoli.is.

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að ná lágmarkseinkunn á prófi.

Smelltu hér og skoðaðu fréttabréf Endurmenntunarskólans og skráðu þig á póstlistann okkar.