Dagskóli

Dagskóli - innritun fer fram á menntagatt.is

Almenn innritun í dagskóla  - opnaði 20. mars á Menntagátt, www.menntagatt.is.

Forinnritun nemenda í 10. bekk (fæddir 2001 eða síðar) var frá 6. mars til 10. apríl. Lokainnritun verður frá 4. maí til 9. júní. Nemendur fengu bréf frá Menntamálastofnun með veflykli að innritunarvef.

Ljósmyndadeild

Umsóknarfrestur í ljósmyndadeild Tækniskólans er til og með föstudagsins 12 maí 2017.
Sótt er um á Menntagátt, www.menntagatt.is.
Einnig þarf að skila 15 ljósmyndum sem sýna góðan þverskurð af vinnu nema og stuttri greinargerð á skrifstofu Tækniskólans Skólavörðuholti fyrir lokun skrifstofu.

K2 - tækni og vísindaleið

Til að hefja nám á K2  þarf að hafa lokið grunnskóla með lágmarkseinkunn B+ í ensku, stærðfræði og einni kjarnagrein til viðbótar. 
Allir umsækjendur þurfa að útbúa frumsamda kynningu um sjálfan sig og eiga í framhaldi möguleika á að vera boðaðir í viðtal.
Bara er hægt að hefja nám á K2 á haustönn og sótt er um á Menntagátt, www.menntagatt.is
Allir sem hefja nám á brautinni þurfa að eiga fartölvu.

Gull-og silfursmíðabraut

Vegna mikils fjölda umsókna í námið undanfarin ár hefur inntökunefnd sett fram eftirfarandi vinnureglur til viðmiðunar í inntökuferlinu: Horft er til frammistöðu og ástundunar í fyrra námi og þess undirbúnings er tengist list-, verk- eða hönnunargreinum sem umsækjandi hefur aflað sér. Umsækjandi skal leggja fram möppu; hámarksstærð er A-3, sem inntökunefnd mun jafnframt taka tillit til í inntökuferli. Tekið er við möppum á aðalskrifstofu Tækniskólans, Skólavörðuholti, til 31. maí.

Vefskólinn og Margmiðlunarskólinn - innritun opin til 5. júní.

Upplýsingar um innritun og tenging inn á innritunarvef.


Innritun á starfsbrautir var frá 1. til 28. febrúar 2017

Innritun fatlaðra nemenda, sem óska eftir skólavist á starfsbrautum framhaldsskóla.
Allar leiðbeiningar varðandi innritunarferlið er að finna í bréfi til nemenda og forráðamanna þeirra sem afhent var í grunnskólum landsins. Bréfin og leiðbeiningar má einnig finna á menntagatt.is 
Tækniskólinn býður upp á starfsbrautir.