Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjöf

Námsráðgjafarnir eru til viðtals við nemendur um allt sem lýtur að námi þeirra, t. d. val, skipulag náms og framvindu þess. Auk þess geta nemendur rætt persónuleg vandamál sín við námsráðgjafa í þeirri fullvissu að þeir eru bundnir þagnarskyldu um það sem þeim fer á milli.Anna Ósk Nafn netfang símar
Anna Ósk Ómarsdóttir Anna Ósk Ómarsdóttir
náms- og starfsráðgjafi
aoo@tskoli.is 514 9082
665 1150
Opnir viðtalstímar:       
Mánudaga og miðvikudaga 
kl. 13:00 - 15:00
Skólavörðuholt 
stofa 217
 
Þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 9:00 - 11:00 Skólavörðuholt
stofa 217
Inga Jóna Nafn netfang símar
Inga Jóna Þórsdóttir Inga Jóna Þórsdóttir
náms- og starfsráðgjafi
ijt@tskoli.is 514 9081
665 1175
Opnir viðtalstímar:  Hafnarfjörður skrifstofa 2. hæð.  Skólavörðuholt
stofa 216
 
Þriðjudaga og föstudaga kl. 9:00 - 11:00  
 
Fimmtudaga  kl. 13:00 -15:00
 
Mánudaga   kl. 13:00 - 15:00   
Miðvikudaga    kl. 9:00- 12:00 og 13:00 - 15:00  
Sigurjóna Nafn netfang símar
Sigurjóna Jónsdóttir Sigurjóna Jónsdóttir
náms- og starfsráðgjafi
og kennari.
sjona@tskoli.is 514 9085
824 6528
Opnir viðtalstímar:      
Mánudaga og fimmtudaga kl. 10:00 - 12:00  Háteigsvegur skrifstofa 4. hæð.  
Miðvikudaga kl. 9:00 - 11:00  Háteigsvegur skrifstofa 4. hæð.   
Þriðjudaga og föstudaga  kl. 9:00 - 11:00 Skólavörðuholt stofa 216  
Fimmtudaga kl. 13:00 - 15:00  Skólavörðuholt stofa 216   
       
Viðtalstímar:


Þórdís Nafn netfang símar
Þórdís Guðmundsdóttir Þórdís Guðmundsdóttir
náms- og starfsráðgjafi
tgd@tskoli.is 514 9084
665 1170
 Opnir viðtalstímar:       
Mánudaga og þriðjudaga kl. 13:00 - 15:00 Skólavörðuholt stofa 215  
Miðvikudaga og föstudaga  kl. 9:00 - 11:00  Skólavörðuholt stofa 215  
Fimmtudaga kl. 9:00 - 12:00 og 13:00 - 15:00 Vörðuskóla stofa 622  

Náms- og starfsráðgjöf

Markmið ráðgjafarinnar er að veita nemendum þjónustu í málum sem tengjast persónulegum högum þeirra, námi og náms- og starfsvali. Þá er námsráðgjafa ætlað að veita foreldrum, kennurum og öðru samstarfsfólki ráðgjöf í málum einstakra nemenda.

Námsráðgjafar eru bundnir trúnaði við skjólstæðinga sína. Innan skólans eiga þeir að vera málsvarar nemendanna.

Persónuleg ráðgjöf

Mikið af tíma okkar ráðgjafanna fer í að fræða nemendur og foreldra um námsleiðir, veita aðstoð við áfangaval og ýmis hagnýt atriði er lúta að náminu. Einnig að veita nemendum stuðning við að skipuleggja nám sitt og stunda það. Persónulega ráðgjöfin er þó mikilvægasti hluti þjónustunnar.

Það er eðlilegt að þurfa að glíma við áhyggjur, vandamál og erfiðleika. Vandi hverfur ekki af sjálfu sér. Fyrsta skrefið er að tala um það sem bjátar á. Það er mikilvægur þáttur í þroska hvers einstaklings að takast á við erfiðleika og temja sér að standa ekki einn, heldur leita sér liðsinnis.

Fátt mannlegt er námsráðgjafanum óviðkomandi. Hann ber virðingu fyrir þér sem persónu og hlustar af athygli. Hann segir þér ekki hvað þú átt að gera en aðstoðar þig við að finna þínar leiðir úr vandanum.

Auk þess geta nemendur rætt persónuleg vandamál sín við námsráðgjafa í þeirri fullvissu að þeir eru bundnir þagnarskyldu um það sem þeim fer á milli.