Tölvuleikjagerð í þrívídd - grunnnámskeið

Tölvuleikjagerð í þrívídd

Vor 2018

Unity3Gerð tölvuleikja í þrívídd hefur sjaldan verið aðgengilegri og með forritinu Unity3D hafa opnast nýir heimar. Á þessu námskeiði er forritið kynnt og fyrsti leikurinn búinn til. Þetta er forrit sem er notað í tölvuleikjagerð um allan heim, komdu og taktu þátt!

Áhersla er lögð á verklegar æfingar og mun nemendum m.a. gefast kostur á að vinna að eigin hugmyndum.

Forkröfur: Þátttakendur þurfa að búa yfir almennri tölvuþekkingu.

Tími:


mánudagur
18:00 - 22:00 

miðvikudagur
18:00 - 22:00 

mánudagur
 18:00 - 22:00

miðvikudagur
 18:00 - 22:00

Alls 16 klukkustundir / 24 kennslustundir.

Leiðbeinandi: Berglind Fanndal Káradóttir kennari í Margmiðlunarskólanum.

Námskeiðsgjald: 45.500 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum

Staðsetning: Upplýsingar eru sendar skráðum þátttakendum í tölvupósti þegar nær dregur.

Hámarksfjöldi: 12.

SKRÁNING HÉR

Ath! Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara.

Nánari upplýsingar fást hjá Endurmenntunarskólanum í síma 514 9602 eða á endurmenntun@tskoli.is.

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu.

Smelltu hér og skoðaðu fréttabréf Endurmenntunarskólans og skráðu þig á póstlistann okkar.