Tískuteikning

Tískuteikning - skissuvinna, teikning og litun

Haust 2017

Gerðar eru skissur sem settar eru upp sem tískuteikningar. Þær eru litaðar með áherslu á ljós og skugga. Einnig er skoðað hvernig ná má áferð og dýpt á ýmiss konar fatnaði.

Farið er sérstaklega í litun með Promarker tússlitum og hvernig unnið er með þá og tréliti saman til að ná góði skyggingu í teikningarnar.

Gott námskeið fyrir þá sem vilja rifja upp og fá meiri þjálfun í meðferð lita í tengslum við tískuteikningar.

Forkröfur: Æskilegt er að þátttakendur hafi einhvern grunn í teikningu svo námskeiðið nýtist þeim sem best.

Innifalið: Promarker tússlitir og skissupappír.

Efni: Þátttakendur mæta með HB og 2B blýanta, teikniblokk í A3 stærð, Boxystrokleður, hnoðstrokleður, Marker pappír fyrir promarkertússliti og vatnsleysanlega tréliti.

Tími: 


þriðjudagur 18:00 - 21:00

fimmtudagur 18:00 - 21:00

þriðjudagur 18:00 - 21:00

fimmtudagur 18:00 - 21:00 

Alls 12 klukkustundir / 18 kennslustundir

Leiðbeinendur: Anna Þ. Guðjónsdóttir og Sigrún K. Lyngmo.
Anna útskrifaðist úr grafíkdeild Myndlista- og handíðaskólans árið 1981, úr leikmynda og búningahönnun frá Accademia di Belle Arti í Róm árið 1986 og úr kennsluréttindanámi við H.Í. árið 1993.
Sigrún útskrifaðist sem klæðskera- og kjólameistari frá Iðnskólanum í Reykjavík, fatahönnnun frá The American College for the Applied Arts Los Angeles árið 1987 og sótti listanámskeið við IED Milan Instituto Europeo di Design árið 2005.

Námskeiðsgjald: 36.500 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Staðsetning: Upplýsingar eru sendar skráðum þátttakendum í tölvupósti þegar nær dregur.

Hámarksfjöldi: 12.

SKRÁNING HÉR


Ath! Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara.

Nánari upplýsingar fást hjá Endurmenntunarskólanum í síma 514 9602 eða á endurmenntun@tskoli.is.

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu.

Smelltu hér og skoðaðu fréttabréf Endurmenntunarskólans og skráðu þig á póstlistann okkar.


Myndir teknar á námskeiði á vorönn 2013                                                           Ljósmyndir: Sigrún K.  Lyngmo