Tölvuþjónusta

Tölvuþjónusta

Símanúmer Tölvuþjónustu:

Skólavörðuholt: 514-9050
Háteigsvegur: 514-9051
Hafnarfjörður: 514-9052

Í skólanum er boðið uppá háhraða internetsamband, "Taekniskolinn" staðarnet fyrir starfsmenn og nemendur.

Aðgangur að tölvukerfi

Allir nemendur skólans hafa aðgang að tölvukerfi Tækniskólans.

Notandanafn og lykilorð

Til að skrá sig inn á tölvur í skólanum og Innu eða námsnetið þarf að hafa notandanafn og lykilorð.

Upplýsingar um afgreiðslu lykilorða.

INNA

Allir nemendur hafa aðgang að Innu, upplýsingakerfi framhaldsskóla.

Inna er kerfi þar sem nemendur geta séð stundatöfluna sína, námsframvindu, fjarvistarstig og miðannarmat. Forráðamenn nemenda sem ekki eru orðnir 18 ára fá einnig aðgang að Innu.

Nemendur fá send lykilorð í pósti í upphafi annar. Ef lykilorð gleymist er hægt að fá nýtt sent í tölvupósti á netfang nemandans sem skráð er í Innu.

Kennsluvefur

Á kennsluvef Innu er haldið utanum alla áfanga í skólanum. Þar geta nemendur nálgast kennslugögn, verkefni og fyrirmæli frá kennurum, auk þess að spjalla við samnemendur sína og kennara. Aðgangs- og lykilorð að kennsluvef eru þau sömu og að INNU.  

Fartölvur nemenda og prentarar skólans

Nemendur geta notað eigin fartölvur og prentað út á prentara skólans með prentkortum sínum.

Leiðbeiningar við að nota eigin fartölvur til að prenta í skólanum eru hér.

Þráðlaust net   

Tækniskólinn býður nemendum háhraða internetsamband með aðgangi að þráðlausa neti skólans sem heitir "Taekniskolinn".

Aðstoð eða ábendingar

Ábendingar vegna tölvumála í skólanum er hægt tilkynna í tölvupóst á tolvuthjonusta@tskoli.is