Aðstoð við nemendur í verknámi

Nemendur í verk- og iðnnámi eru hvattir til þess að kynna sér þjónustu atvinnulífstengils.

Ólafur Sveinn Jóhannesson er atvinnulífstengill Tækniskólans og deildarstjóri markaðs og kynningardeildar. Tækniskólinn er eini framhaldsskólinn á landinu sem býður uppá þjónustu atvinnulífstengils við nemendur.


Atvinnulífstengill Netfang Símanúmer
Ólafur Sveinn Jóhannesson
Ólafur Sveinn Jóhannesson

Viðtalstímar skv. samkomulagi
osj@tskoli.is 514 9012
665 1155

Hlutverk atvinnulífstengils er m.a. að efla tengsl atvinnulífs og skóla með frekara samstarfi við fyrirtæki og stofnanir.

Þjónusta við nemendur
 * Öflun námssamnings
 * Gerð ferilskráa eða CV
 * Undirbúningur fyrir atvinnuviðtal
 * Aðgangur að gagnagrunni Iðnmeistara

Atvinnulífstengill og námsráðgjafar veita allar þær upplýsingar sem nemendur þurfa á að halda, varðandi lög og reglugerðir námssamninga.

Heimasíða til að komast á námssamning www.verknam.is

IÐAN fræðslusetur hefur sett á laggirnar nýja heimasíðu – www.verknam.is – þar sem nemendur og fyrirtæki geta miðlað upplýsingum sín á milli þ.e.a.s. iðnmeistarar í leit að nema setja þar upp auglýsingar og nemar í leit að námssamning geta gert slíkt hið sama.

Sáttmál um eflingu vinnustaðanáms  - á vefsíðunni má sjá lista yfir fyrirtæki sem staðfest hafa sáttmálan.


Byggingatækniskólinn

Byggingatækniskólinn fékk sumargjöf

Veglegar sumargjafir frá Byko

Á sumardaginn fyrsta gaf Byko Byggingartækniskólanum og FB sumargjafir. 

Skólinn, starfsmenn og nemendur þakkar kærlega fyrir gjafirnar sem verða vafalaust nýttar vel í kennslu.

Á myndinni eru fulltrúar Bosch ásamt starfsmönnum Byko og skólastjóra Byggingatækniskolans við afhendingu gjafanna.

Frá afhendingu sumargjafa á sumardaginn fyrsta 2017.