Atvinnulíf

Nemendur í verk- og iðnnámi eru hvattir til þess að kynna sér þjónustu atvinnulífstengils.

Ólafur Sveinn Jóhannesson er atvinnulífstengill við skólann og deildarstjóri markaðs- og kynningardeildar, en Tækniskólinn er eini framhaldsskólinn á landinu sem býður uppá þjónustu atvinnulífstengils.


Fréttir og tilkynningar úr atvinnulífinu sem tengjast verknámi:

Framtíðarstarf í tæknideild CCEP á Íslandi

Starf fyrir nemanda.Leitað er að framtíðarstarfsmanni sem hefur áhuga á að starfa og læra nýja hluti í tæknideild okkar á vörustjórnunarsviði í verksmiðjum okkar að Stuðlahálsi í Reykjavík. Um er að ræða fjölbreytt starf.

Hæfniskröfur: 

  • Menntun á sviði vélstjórnar / vélfræði / rafvirkjunar
  • Reynsla af viðhaldi og rekstri vél- og rafmagnsbúnaðar er skilyrði
  • Jákvætt viðhorf og lipurð í samskiptum
  • Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð
  • Sveigjanleiki og áreiðanleiki 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hlynur Einarsson netfang:hlynur@ccep.is
Umsóknir óskast fylltar út á http://www.ccep.is/mannaudur/laus-storf/

Ráðið verður í starfið þegar rétti aðilinn er fundinn.
Einnig upplýsingar hér.Merki Afltak - byggingafyrirtæki.Afltak ehf er öflugt og traust byggingarfyrirtæki sem getur tekið á móti nemum úr byggingagreinum og raftæknigreinum. Afltak hefur áhuga á að bæta við mannskap 

Nemendur sem vilja komast á samning eru hvattir til að hafa samband. Fyrirtækið Afltak leggur mikinn metnað í að starfsfólki líði vel á vinnustað enda hefur það sýnt sig að eftir nám hafa margir haldið áfram að vinna hjá fyrirtækinu. 

Best er að tala beint við eigandann, Jónas Bjarna Árnason.
Síminn hans er 660 0770 eða senda tölvupóst á jonas@afltak.is

Veitur auglýsa eftir nemum:

Auglýsing Veitna eftir vélvirkjanemum. Velkomin í draumaland vélvirkjans
Viltu komast á samning hjá okkur?

Við leitum að tveimur jákvæðum og námsfúsum vélvirkjanemum sem eru búnir með grunndeild og langar til að kynnast stærsta veitukerfi landsins og halda viðskiptavinum okkar á höfuðborgarsvæðinu í sambandi alla daga.

Við bjóðum upp á metnaðarfulla nemaþjálfun þar sem þú getur klárað allt starfsnám á einum stað og fengið góðan undirbúning fyrir sveinspróf.Fjölbreytt úrlausnarefni. 

Hjá okkur kynnist þú fjölbreyttri starfsemi og verkefnum; hvernig heitu vatni er dælt úr borholum, úrgangur hreinsaður í fráveitu og köldu vatni dreift – svo nokkuð sé nefnt.
Þú færð skemmtilega og hagnýta reynslu af því að vinna með reynslumiklu fagfólki á fjölbreyttum og lifandi vinnustað sem leitast við að vera í fremstu röð hvað snertir öryggi, vinnuumhverfi og möguleika til að samræma vinnu og fjölskylduábyrgð.

Við tökum jafnréttið alvarlega.
Að jafnaði höfum við tvo vélvirkjanema í starfsnámi, sinn af hvoru kyni.
Því hvetjum við jafnt stúlkur sem pilta til að sækja um og kynna sér nám í vélvirkjun.
Ef þú vilt sækja um starfsnám ferðu á starf.or.is/veitur/ og fyllir út umsókn. Umsóknarfrestur er til 21. nóvember. Nánari upplýsingar veitir Bryndís Ernstsdóttir mannauðsráðgjafi í netfanginu starf@veitur.is.
Kynntu þér Veitur á veitur.is og á Facebook

VHE óskar eftir nemum í smiðju og á renniverkstæði


Merki VHE

Nánari upplýsingar veitir Guðrún Inga Blandon í gegnum tölvupóst gudrun@vhe eða síma 782 1030


Námssamningar

Aðstoð við verknám

Sáttmál um eflingu vinnustaðanáms  - á vefsíðunni má sjá lista yfir fyrirtæki sem staðfest hafa sáttmálan.


Byggingatækniskólinn

Byggingatækniskólinn fékk sumargjöf

Veglegar sumargjafir frá Byko

Á sumardaginn fyrsta gaf Byko Byggingartækniskólanum og FB sumargjafir. 

Skólinn, starfsmenn og nemendur þakkar kærlega fyrir gjafirnar sem verða vafalaust nýttar vel í kennslu.

Á myndinni eru fulltrúar Bosch ásamt starfsmönnum Byko og skólastjóra Byggingatækniskolans við afhendingu gjafanna.

Frá afhendingu sumargjafa á sumardaginn fyrsta 2017.