Taulitun og tauþrykk

Taulitun og tauþrykk

24. febrúar 2018

Taulitun

Kenndar eru ýmsar aðferðir við að lita efni með Procion MX taulitum frá Jacquard. Kennt er að lita í plastpokum og í bölum. Litaðar eru mismunandi gerðir af efnum og einnig notaðar ýmsar aðferðir til að fá efnið mislitt og með mismunandi áferðum. Hægt er að lita garn með sama hætti.

Tauþrykk

Kenndar eru ýmsar aðferðir við að lita og þrykkja á efni með textíllitum frá Jacquard og paintstik litum frá Shiva. Farið er yfir stimplaþrykk, þrykk í gegnum ramma og hvernig er hægt að mála efni og spreyja. Einnig er prófað að æta burt liti.

Innifalið: Procion MX taulitir frá Jackuard, net fyrir þykkramma/blindramma og textíllitir frá Jacquard og paintstik litir frá Shiva.

Efni - Taulitun: Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um hvaða efni og áhöld þarf að mæta með á taulitun.

Efni - Tauþrykk: Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um hvaða efni og áhöld þarf að mæta með á tauþrykkið.

Tími: 

24. febrúar
laugardagur
09:00 - 18:00

Alls 9 klukkustundir / 13,5 kennslustundir

Leiðbeinandi: Auður Reynisdóttir. Auður er útskrifuð af myndlista- og textílbraut Verkmenntaskólans á Akureyri. Hún hefur haldið töluvert af námskeiðum í litun og tauþrykki í framhaldsskólum víðsvegar um landið fyrir nemendur, kennara og almenning. Einnig hefur hún unnið með fatahönnuðum og fleirum í mörgum verkefnum tengdum taulitun og tauþrykki og hefur mikla reynslu á því sviði.

Námskeiðsgjald: 35.000 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Staðsetning: Tækniskólinn á Skólavörðuholti.

Hámarksfjöldi: 12.

SKRÁNING HÉR

Upplýsingar um liti sem notaðir eru á námskeiðinu

Procion MX taulitir frá Jacquard eru mjög einfaldir og auðveldir í notkun og bjóða upp á marga möguleika. Ekki þarf að standa við potta og lita heldur ,,fixerast" þeir við stofuhita.

Textíllitirnir frá Jacquard eru fyrir öll efni þar með talin gerviefni og leður. Paintstik frá Shiva er einnig hægt að nota á hvaða efni sem er.

Ath! Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara.

Nánari upplýsingar fást hjá Endurmenntunarskólanum í síma 514 9602 eða á endurmenntun@tskoli.is.

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 100% mætingu.

Smelltu hér til að skoða fréttabréf Endurmenntunarskólans og til að skrá þig á póstlistann okkar.