Starfsmannastefna

Starfsmannastefna

Inngangur:

Tækniskólinn býður nemendum sínum upp á fyrsta flokks menntun sem nýtist þeim í fjölbreyttu atvinnulífi  og til framhaldsnáms í fagskólum og háskólum, innanlands og utan.

Mannauður Tækniskólans er verðmætur og til þess að ofangreint sé mögulegt þarf að hlúa að starfsmönnum og gera þá sem best færa til að sinna því hlutverki sínu.

Tækniskólinn setur sér starfsmannastefnu til að geta betur stutt starfsmenn sína til góðra verka sem skila árangri fyrir starfsmanninn, skólann og nemendur.

Markmið.

Markmið Tækniskólans er að skólinn hafi yfir að ráða hæfu, áhugasömu og vel þjálfuðu starfsfólki sem líður vel í vinnunni,  axlar ábyrgð og sýnir frumkvæði í starfi og getur þannig tekið virkan þátt í framþróun skólans.

Aðgerðir og leiðir til árangurs.

Markmiðunum verður náð með því að;

• ábyrgð og verkferlar séu skýrir

• beita faglegum aðferðum við ráðningar og móttöku nýrra starfsmanna í samræmi við rekstrarhandbók

• farið sé eftir samþykktu verklagi við starfslok

• fylgja rekstarahandbók skólans sem byggir á ytri vottun samkvæmt ISO9001-2008 gæðastaðli og felur í sér skipulagða vinnuferla og verklag

• jafnlaunavottun verði tekin upp

• jafnrétti sé samþætt allri starfsemi skólans

• skapað verði starfsumhverfi sem einkennist af starfsánægju þar sem vellíðan starfsfólks er í fyrirrúmi

• starfsfólk fái tækifæri til að þróast í starfi og fái hvatningu til að sækja sér endurmenntun bæði innan og utan skólans

• starfsmenn þekki hlutverk og gæðastefnu Tækniskólans

• stjórnendur tileinki sér vandaða og nútímalega stjórnunarhætti

• upplýsingaflæði sé gott og samskipti einkennist af opnum skoðanaskiptum og virðingu fyrir skoðunum og fjölbreytileika hvers annars

Áherslu atriði.

Eftirfarandi eru áhersluatriði  í framkvæmd starfsmannastefnu Tækniskólans.

• Ráðningar

Við ráðum til starfa hæfa og metnaðarfulla einstaklinga sem eru tilbúnir að takast á við krefjandi verkefni í síbreytilegu umhverfi.  Við viljum ráða starfsfólks með mismunandi reynslu og þekkingu fyrir hvern starfshóp innan skólans.

• Móttaka nýliða

Nýir starfsmenn fá þjálfun til þess að takast á við starfið og lögð er áhersla á  að starfsmaðurinn geri sér fulla grein fyrir hlutverki sínu.

Við veitum nýjum starfsmönnum grunnþekkingu og fræðslu um uppbyggingu skólans og vinnuferla og notkun upplýsingakerfa kerfa skólans.

• Starfsþróun

Möguleikar meðal okkar starfsfólks eru jafnir til starfsframa, þannig að tryggt sé að hæfileikar starfsmanna nýtist sem best.  Starfsmenn hafa tækifæri til endur- og símenntunar til að viðhalda eigin hæfni í breytilegu umhverfi.

Starfsmenn eiga kost á starfsmannasamtali með yfirmanni samkvæmt verklagsreglum.

• Jafnvægi og vellíðan

Við leggjum áherslu á að starfsmenn upplifi jafnvægi og geti samræmt starfsskyldur og fjölskylduábyrgð eins og kostur er. Við viljum að tækjakostur og vinnuaðstaða sé í takt við þau verkefni og viðfangsefni sem starfið krefst. Við viljum stuðla að heilbrigði og hollum lífsháttum.

• Starfsandi og virðing

Við viljum stuðla að góðum starfsanda og  sýna samstarfsmönnum  og öðrum tilhlýðilega virðingu, umburðarlyndi og jákvætt viðmót. Einelti og kynferðisleg áreitni er ekki liðin. Sérstök jafnréttisstefna er í gildi til að tryggja jafnræði meðal starfsmanna.

• Upplýsingar

Við leggjum kapp á markvissa upplýsingagjöf til starfsmanna á netinu, með reglubundnum fundum, með skilvirkri notkun á upplýsingatöflum, tölvupósti þar sem við á og eftir öðrum þeim leiðum sem eru opnar hverju sinni.

Stefnur Tækniskólans.

Eftirfarandi stefnur (sem finna má á vef skólans) tengjast starfsmannastefnu skólans :

Alþjóðastefna - alþjóðlegt samstarf og samskipti  
Forvarnarstefna
Gæðastefna
Heilsustefna
Jafnréttisstefna
Stefna gegn einelti og kynferðislegri áreitni og ofbeldi
Umhverfisstefna
Viðbrögð við áföllum