Gegn einelti, áreitni og ofbeldi

Stefna gegn einelti, kynferðislegri áreitni og ofbeldi

Stefna Tækniskólans er að einelti, kynferðisleg áreitni og kynferðislegt ofbeldi, í hvaða mynd sem er, sé ekki liðið. Leita skal allra ráða til að fyrirbyggja slíkt og leysa þau mál sem upp koma á sem farsælastan hátt. Í skólanum skal lögð áhersla á að efla vitund starfsfólks og nemenda um mikilvægi jákvæðra samskipta og gera þau einkennandi í skólasamfélaginu,t.d. fræðsla um jafnrétti, o.s.frv.

Viðbragðsáætlun gegn einelti og kynferðislegri áreitni og obeldi er nánar skilgreind í LSM-014

Úr viðbragðsáætlun:

Ef grunur leikur á því að einelti/kynferðisleg áreitni/kynferðislegt ofbeldi eigi sér stað innan skólans skal tekið markvisst á því eftir ákveðnu verklagi.

Verklagið er í höndum viðbragsteymis gegn einelti/kynferðisleg áreitni/kynferðislegt ofbeldi sem í eru skólameistari og námsráðgjafar í samvinnu við skólastjóra viðkomandi undirskóla. Einnig skal umsjónarkennari nemenda koma að málinu eftir þörfum.

Ef einelti/kynferðisleg áreitni/kynferðislegt ofbeldi kemur upp innan veggja skólans, skal eftirfarandi verklag haft til hliðsjónar:

 • Starfsmaður/nemandi sem verður var við einelti gagnvart ákveðnum einstaklingi eða hópi hefur samband við viðbragðsteymi. Ástandinu er lýst á nákvæman hátt.
 • Viðbragðsteymi kannar málið til hlítar, heldur fund og gerir áætlun. Haft er samband við skólastjóra þess undirskóla sem á í hlut og við umsjónarkennara eftir atvikum og þeir upplýstir um eineltið.
 • Skólameistari eða annar í hans umboði ræðir við gerandann eða gerendurna og námsráðgjafi við þolandann. Haft er samband við forráðamenn ef nemendur eru undir 18 ára aldri og barnaverndaryfirvöld þegar við á.
 • Viðbragðsteymi fylgist með því hvort ástandið batnar. Ef einelti/kynferðisleg áreitni/kynferðislegt ofbeldi hættir ekki skal skoða aðrar aðgerðir eins og til dæmis brottrekstur.

Viðbragðsteymi:

 • Jón B. Stefánsson, skólameistari, s: 514-9001, netfang: jbs@tskoli.is
 • Þór Pálsson, aðstoðarskólameistari, s: 514-9003, netfang: thp@tskoli.is
 • Anna Ósk Ómarsdóttir, námsráðgjafi, s: 514-9082, netfang: aoo@tskoli.is
 • Inga Jóna Þórsdóttir, námsráðgjafi, s: 514-9081, netfang: ijt@tskoli.is
 • Sigurjóna Jónsdóttir, námsráðgjafi, s: 514-9085, netfang: sjona@tskoli.is
 • Þórdís Guðmundsdóttir, námsráðgjafi og jafnréttisfulltrúi skólans, s.514-9084, netfang: tgd@tskoli.is

Hægt er að koma ábendingum á framfæri með því að hafa samband við ofangreinda aðila á skólatíma, hringja eða senda tölvupóst. Unnið er með ábendingar í trúnaði sé þess óskað.

Skólameistari er formaður viðbragðsteymis.

Viðbragðsáætlun gegn einelti og kynferðislegri áreitni og ofbeldi er endurskoðuð árlega.

Skilgreining á einelti, kynferðislegri áreitni og kynferðislegu ofbeldi

Einelti er endurtekið, neikvætt, meðvitað eða ómeðvitað atferli eins eða fleiri einstaklinga sem beinist gegn ákveðnum einstaklingi eða hópi á meiðandi hátt. Einelti getur haft ýmsar birtingarmyndir:

·       Andlegt/félagslegt einelti felur í sér stríðni, útilokun, höfnun, baktal, lygar, hvísl, uppnefni eða hótanir. Einnig getur verið um svipbrigði eða líkamstjáningu að ræða s.s. augngotur, grettur o.s.frv.

·       Líkamlegt einelti og skemmdir á eigum. Í því felast barsmíðar, spörk, hrindingar eða aðrar meiðingar auk skemmda eða þjófnaðar á eigum.  

·       Rafrænt einelti gefur til kynna meiðandi athugasemdir, skrif, myndbirtingar eða útilokun í gegnum SMS, spjallforrit, vefpóst, blogg- og netsíður.

·       Kynferðisleg áreitni/ofbeldi getur verið líkamleg, orðbundin eða táknræn, t.d. kynferðislegar athugasemdir, dónalegir brandarar, óviðeigandi spurningar um kynferðisleg málefni, snertingu sem ekki er óskað eftir,  o.s.frv., kynferðislegar athafnir eða tilraunir til þeirra

Að þekkja einelti, kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi

Einelti/kynferðisleg áreitni/kynferðislegt ofbeldi getur haft alvarlegar líkamlegar, sálrænar og félagslegar afleiðingar og því mikilvægt að þekkja helstu einkenni, sem geta verið þessi: 

 • Vill ekki mæta í skólann 
 • Sinnir ekki náminu
 • Fær lágar einkunnir 
 • Er útundan og mikið einsamall 
 • Er kvíðinn og/eða þunglyndur 
 • Sýnir sveiflur í skapi 
 • Skortir sjálfstraust
 • Er þreyttur 
 • Kvartar yfir líkamlegum kvillum 
 • Tekur ekki þátt í hópastarfi 
 • Verður fyrir aðkasti frá öðrum
 • Er í rifnum fötum eða með skemmdar skólabækur 
 • Neitar að segja hvað amar að

Ef starfsfólk, foreldrar eða nemendur verða varir við að ofangreind atriði eða önnur sambærileg valdi nemanda óþægindum eða vanlíðan, skal hafa samband við skólameistara eða námsráðgjafa skólans.