Gæðastefna

Gæðastefna

Hlutverk (mission)

Hlutverk Tækniskólans er að:

Mennta eftirsótta starfsmenn fyrir íslenskt atvinnulíf sem jafnframt hafa möguleika til frekara náms.

Hugsýn (vision) og gæðastefna

Til að sinna þessu hlutverki er hugsýn Tækniskólans, sem inniheldur um leið gæðastefnu, skilgreind þannig:

Tækniskólinn sé leiðandi skóli á sínum sérsviðum  og uppfylli kröfur alþjóðasamfélagsins samkvæmt STCW reglum og staðsetji sig í flóru framhaldsskóla með góðri menntun í samræmi við kröfur markaðarins, virku gæðastjórnunarkerfi, stöðugum umbótum og skipulegri uppbyggingu, þannig að MMR hafi sem fyrsta valkost um áframhaldandi rekstur skólans að endurnýja samning við Tækniskólann.

Stefna í kennslu og námi

Skólinn leggur áherslu á að nemendur læri með því að leysa raunhæf og skapandi verkefni í hverri grein. Skólinn leggur áherslu á samþættingu námsgreina, þverfaglegt samstarf og að sköpun og frumkvæði einkenni nám og kennslu.

Stefna í þróun námsbrauta

Námskrár allra námsbrauta verða endurskoðaðar í samræmi við lög um framhaldsskóla frá 2008.

Stefna um mannauð, ánægju nemenda og starfsmanna

Starfsmenn og nemendur búi við góðar aðstæður, séu ánægðir með vinnuumhverfi sitt og líði vel í Tækniskólanum skóla atvinnulífsins.

Stefna um rekstur, skipulag og húsnæði

Nýta vel þá fjármuni sem skólinn hefur til umráða og kostnaði haldið í lágmarki.