Gæðamál

Sjálfsmat og gæðamál

Gæðakerfi Tækniskólans

Gæðakerfi Tækniskólans var fyrst vottað skv. ISO 9001 árið 2005 og frá vorönn 2014 gildir vottunin fyrir alla starfsemi skólans.

Gæðakerfið á að tryggja að skólinn uppfylli þær þarfir og væntingar sem nemendur og aðrir viðskiptavinir hafa til hans.
Gæðakerfið er leiðarvísir um kennsluferli skólans, hver gerir hvað, hvernig og hvenær. Þetta ferli er stöðugt endurbætt og tekið út tvisvar á ári. Með gæðakerfi er verið að lýsa hvernig skólinn starfar og tryggja að unnið sé eftir þeim vinnureglum sem þar eru settar.

Grunnhugsun á bak við gæðakerfi er að stöðugt sé unnið að umbótum á allri starfsemi skólans. Ein af forsendum framþróunar að menn hugi ávallt að endurbótum á þeirri vöru sem þeir framleiða. Þessi „vara“ getur verið hvað sem helst: skip, breiðþota, tölva eða kennsla.

International Maritime Organisation (IMO) gerir kröfu um úttekt á gæðakerfinu á fimm ára fresti eða oftar.

Innihald gæðakerfis skólans er í Rekstrarhandbók (bara virk í Windows Internet Explorer) sem opin er öllum. Einnig er það mikilvægur hluti gæðakerfisins að allir geti komið á framfæri ábendingum og kvörtunum sem má gera hér. 

Gæðastefna Tækniskólans

Gæðastefna skólans er hluti af rekstrarhandbók og má einnig finna hér.

Kennslumat

Á hverri önn er framkvæmt kennslumat meðal nemenda í skólanum þar sem nemendur svara spurningum á Námsnetinu um áfanga og kennslu. Nemendum gefst kostur á að svara tíu spurningum um áfanga sem þeir sátu. 

Eftirfarandi er samantekt á helstu niðurstöðum úr kennslumati síðustu anna, flokkað eftir skólum: (hæsta einkunn er 5)

Niðurstöður úr kennslumati vor 2016 - Kennarar.Niðurstöður úr kennslumati vor 2016 - áfangar.

ISO-gæðavottun merki