Fréttir forsíða

Tímaritið Askur er komið út

15.5.2017

  • Askur tímarit útskriftarnema í grafískri miðlun vor 2017.

Skemmtilegt tímarit sem sýnir fjölbreytt verkefni nemenda

Askur er sameiginlegt tímarit, mótað af nemendum grafískrar miðlunar sem útskrifast nú vorið 2017. Tímaritið er jafnframt lokaverkefni þeirra og er afar veglegt og metnaðarfullt. 

Nemendur sem útskrifast í grafískri miðlun vorið 2017.Nemendur semja allt efni og sjá alfarið um útgáfuna

Allt tímaritið er efni eftir útskriftarnemendur og er skipt niður þannig að þau sjá hver um sinn hluta. Nemendur vinna sjálfir allt efni í blaðið ásamt grafískri vinnslu (hönnun, umbroti, myndvinnslu, tæknilegum frágangi og vefvinnslu) og semja einnig leiðarann. Þar kemur fram tregablandin gleði þegar þau tala um frábæra samveru sem nú er senn lokið og mikla ánægju með námið. 

Tímaritið er gefið út á netinu og til að lesa það smellið á myndina:

Askur tímarit útskriftarnema í grafískri miðlun vor 2017.