Fréttir forsíða

Starfsmenntastyrkur Erasmus+

19.5.2017

  • Styrkþegar úr starfsmenntahluta Erasmus+ sem hlutu styrk til verkefna í flokknum Nám og þjálfun árið 2017.

Aukning í starfsmenntastyrkjum 

Náms- og þjálfunarverkefni gefa nemendum og starfsfólki skóla á öllum skólastigum, fræðslustofnana og fyrirtækja sem sinna menntun tækifæri til að taka hluta af námi eða sinna starfsþjálfun og kennslu í 33 löndum í Evrópu. 

Rannís hefur úthlutað náms- og þjálfunarstyrkjum árið 2017 úr menntahluta Erasmus+, mennta- og æskulýðsá áætlunar ESB. Þessir styrkir gefa nemendum og starfsfólki skóla á öllum skólastigum, fræðslustofnana og fyrirtækja tækifæri til að taka hluta af námi eða sinna starfsþjálfun í 33 löndum í Evrópu. 

Tækniskólinn með hæsta styrk verknámsskóla

Eins og undanfarin ár var hæstum styrkjum úthlutað til Háskóla Íslands, Listaháskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og svo til Tækniskólans.  Tækniskólinn er efstur í töflu yfir starfsmenntaskóla sem hlutu styrki.

Um styrkúthlutun 2017 er fjallað nánar í frétt á vef Erasmus+

Alþjóðafulltrúi veitir aðstoð og upplýsingar

Á hverju ári sendir Tækniskólinn nemendur og starfsmenn til annarra landa til að taka þátt í verkefnum og námskeiðum eða í starfsþjálfun tengda námi þeirra í Tækniskólanum. Ávinningur erlendra samskipta er að öðlast skilning í faginu á alþjóðlegum grunni og betri sýn á þau tækifæri sem bjóðast í tengslum við það. Ekki má heldur vanmeta reynsluna af því að búa og starfa á erlendri grund. Hver nemandi getur verið úti í 2 - 16 vikur eftir tilhögun og samkomulagi.

Alþjóðafulltrúi Tækniskólans er Ingibjörg Rögnvaldsdóttir forstöðumaður upplýsingamiðstöðvar og veitir hún nemendum og starfsmönnum allar upplýsingar um erlend samskipti.

Sjá frekari upplýsingar hér: http://www.erasmusplus.is/menntun/starfsmenntun/ 

Tengill : Um erlent samstarf Tækniskólans.

Merki Erasmus+ rannís  VET mobility - merkið