Fréttir forsíða

Tækniskólinn á Sjávarútvegsýningunni!

11.9.2017

  • Merki Sjávarútvegssýningin 2017

Véltækniskólinn og Skipstjórnarskólinn standa vaktina 

Öll sjávarútvegsfyrirtæki og þeir sem stunda tengd viðskipti koma að þessari stóru sýningu. Á Sjávarútvegssýningunni eða  IceFish má sjá allt það nýjasta í iðngreininni. 
Áhersla verður á að sýna nýjar og framsæknar vörur og þjónustu, allt frá hönnun og smíði skipa til staðsetningar og veiða, vinnslu og pökkunar, markaðssetningar og dreifingar fullunninna afurða.

Tækniskólinn verður með myndarlegan bás 

Nemendur Skipstjórnar- og Véltækniskólans munu standa vaktina og kynna námið og starfsemina í skólanum.

Verð inn á sýninguna er 3.900 kr.

Sýningin er opin:

  • Miðvikudag: 10:00-18:00 
  • Fimmtudag: 10:00-18:00
  • Föstudag: 10:00-17:00
Nánari upplýsingar um sýninguna á vefsíðu hennar.

Merki Sjávarútvegssýningin 2017