Fréttir forsíða

Skólasetning - 15., 16. og 17. ágúst

Stundatöflur opnast í Innu 15. ágúst. Kennsla hefst 18. ágúst.

19.6.2017

  • Hús Tækniskólans Skólavörðuholti.

Skólasetning á þremur stöðum

Gert er ráð fyrir skólasetningu í þremur aðalbyggingum Tækniskólans, sem hér segir:

Skólavörðuholt 15. ágúst kl. 11:00   - Í Vörðuskóla. (fyrir aftan Hallgrímskirkju)

Fyrir nemendur sem stunda nám á Skólavörðuholti.

Hafnarfjörður 16. ágúst kl. 11:00 Matsalur nemenda á annarri hæð

Mæting nemenda sem stunda nám í Flatahrauni í Hafnarfirði.

Háteigsvegur 17. ágúst kl. 11:00 - Hátíðarsalur á annarri hæð

Fyrir nemendur sem stunda nám á Háteigsvegi.
(Margmiðlunarskólinn, Skipstjórnarskólinn og Véltækniskólinn að frátöldum þeim sem stunda nám í Hafnarfirði)

Dagskrá skólasetningar er sú sama á öllum stöðum og tekur um klukkustund og verður nemendum boðið uppá grillaðar pylsur og drykki.


Dagskrá: 

11:00 – Setning – Jón B. Stefánsson, skólameistari.

11:07 – Kynning – Silja Sif Engilbertsdóttir markaðsfulltrúi og Þorvaldur Guðjónsson félagsmálafulltrúi. 

11:15 – Grill

11:55 – Skólar – hver skólastjóri kynnir sinn skóla.

Um breytingar á stundatöflum. 15. - 17. ágúst: Töflubreytingar

Eftir að opnað hefur verið fyrir stundatöflur, getur nemandi óskað eftir töflubreytingu. Það er gert rafrænt í Innu. Töflubreytingar eru eingöngu fyrir þá sem ekki fengu áfanga í töflu samkvæmt vali. 
Umsóknir nemenda sem sækja um töflubreytingar í síðasta lagi í lok dags 17. ágúst verða í forgangi.  Töflubreytingar - Leiðbeiningar fyrir nemendur

Kennsla hefst skv. stundatöflu 18. ágúst!

Tækniskólinn Sjómannaskólahúsinu Háteigsvegi
Háteigsvegur
Kort
Hús Tækniskólans Skólavörðuholti.Skólavörðuholt
Kort

Tækniskólinn HafnarfirðiHafnarfjörður
Kort