Fréttir forsíða

Skólagjöld, námsmat, dimmitering og útskrift

1.11.2017

  • Prófatími - bækur - lyklaborð.

Upplýsingar um skólagjöld, námsmat (próf), sérúræði og útskrift.


Tækniskólalínan - upplýsingarit á haustönn 2017

Skólagjöld fyrir næstu önn.

Gjalddagi skólagjalda fyrir vorönn 2018 verður 4. desember og þeir sem greiða fyrir eða á gjalddaga fá 5000 kr. afslátt af skólagjöldum auk þess sem 5000 kr. staðfestingargjald dregst frá sem innborgun á skólagjöld.
Þeir sem greiða eftir eindaga skólagjalda 18. desember fara á biðlista og getur skólinn ekki ábyrgst skólavist þeirra.

Núverandi nemendur sem ætla að vera áfram í skólanum áttu að greiða staðfestingargjald. Annars þurfa nemar að sækja aftur formlega um í gegnum Menntagátt.  Staðfestingargjaldið var 5000 kr. Eindagi var 23. október. Eftir eindaga var krafan felld niður, hafi hún ekki verið greidd er litið svo á að nemandi ætli ekki að vera í skólanum á næstu önn.

Kennsla við töflu.Próf, námsmat  

Skólastarf samkvæmt stundatöflu og námsáætlun er til 15. desember. Námsmat er skipulagt af kennara hvers áfanga og nemendur fá upplýsingar um framkvæmd þess í námsáætlun þar sem námsmatsdagar eru tilgreindir.

Námsmatsþættir skulu vera að lágmarki fimm á önninni og skal kennari leggja þá fyrir í Innu. Einkunn hvers matsþáttar skal birta nemendum í Innu innan 10 daga frá skilafresti verkefna.
Í sumum áföngum eru skilgreindir lykilmatsþættir. Nemendur þurfa að klára alla lykilmatsþætti með að lágmarki 4 í einkunn til þess að standast áfangann. Lokamatsþáttur er sambærilegur við hefðbundið lokapróf og er haldinn í næstsíðustu kennslustund annar. 

Sérúrræði - lengri próftími

Allir nemendur sem skilað hafa inn gögnum um leserfiðleika eða aðra námserfiðleika fá viðbótar 30 mínútur við lausn matsþátta. 
Sótt er um sérúrræði í Innu, sjá leiðbeiningar. Gögnum er skilað í upphafi annar til námsráðgjafa skólans eða til Fjölnis Ásbjörnssonar, brautarstjóra sérdeildar í stofu 527. Þeir sem enn eiga eftir að skila inn gögnum, eða óska eftir meiri þjónustu þurfa að huga að því ekki síðar en 1.desember. 

  • Almenn sérúrræði: Umsókn sem fylgir nemandanum á meðan hann er í skólanum, og er því nægjanlegt að fylla út einu sinni. 
  • Sérúrræði tengd áfanga: Umsókn aðeins virk fyrir áfanga núverandi annar.

Dimmitering og útskriftGaman að dimmitera - vorönn 2014

Dimmitering útskriftanemenda verður 24. nóvember. 
Útskrift Tækniskólans verður 21. desember í Silfurbergi Hörpu og verður tvískipt:

  • útskrift úr dagskóla verður kl. 13 
  • útskrift úr Meistaraskóla, flugvirkjun og hljóðtækni verður kl. 16. 

Útskriftarnemendur eru minntir á að huga að og panta útskriftarhúfu ef þeir eru ekki búnir að því.

Útskriftarhúfur - frá útskriftarathöfn Tækniskólans jól 2016.