Fréttir forsíða

Nýnemaferð Tækniskólans.

7.9.2017

  • Nýnemar í óvissu í óvissuferð :)
  • Frá nýnemaferð K2 haustið 2017.
  • Nýnemar í ferð.

Fimmtudaginn 14. september verður farið nýnemaferð Tækniskólans. 

Nýnemaferðin er hefð í Tækniskólanum og hefur það að markmiði að hrista saman nýnema svo þeir kynnist betur og myndi samheldinn hóp fyrir komandi ár.

Farið verður:  

  • frá Hafnarfirði kl. 15:30 
  • Skólavörðuholti og Háteigsvegi kl. 16:00. 

Æskilegt er að allir nemendur mæti með farangurinn sinn í skólann að morgni, en boðið verður upp á að geyma farangurinn í húsnæði skólans. Heimkoma er áætluð kl. 13:00 föstudaginn 15. september og verður hefðbundin kennsla það sem eftir er af föstudeginum.

Nýnemar í óvissu í óvissuferð :)

Óvissuferð - kostnaður og farangur

Ferðin kostar 4000 kr. Innifalið í verðinu er gisting, kvöldmatur, skemmtidagskrá ásamt miða á nýnemaballið sem fram fer á Spot í Kópavogi fimmtudaginn 21. september.

Þátttakendur þurfa að hafa með sér föt eftir veðri, svefnpoka/sæng, kodda, dýnu/vindsæng, sundföt, morgunmat fyrir föstudaginn og svo er öllum frjálst að koma með snarl til að hafa í rútunni og/eða um kvöldið.

Skráning hér!


Frá nýnemaferð K2 haustið 2017.Upplýsingar og leyfisbréf

Ef spurningar vakna er hægt að hafa samband við Þorvald Guðjónsson, félagsmálafulltrúa.

Foreldri/forráðamaður þarf að undirrita leyfisbréf svo nemandi hafi leyfi til að fara í nýnemaferðina. 

Allar ferðir og skemmtanir á vegum skólans eru áfengis- og vímuefnalausar. 

Verði nemendur uppvísir að drykkju eða vímuefnaneyslu verður hringt í foreldra og þeir látnir sækja börnin sín eða þau send heim á eigin kostnað.