Fréttir forsíða

Útskrift Meistaraskólans og Tækniakademíunnar

29.5.2012

  • Nemar útskrifaðir úr Lýsingarfræði vor 2012

Útskrift Meistaraskólans og Tækniakademíunnar var laugardaginn 26. maí í Háskólabíói.

Nemendur voru útskrifaðir úr Meistaraskólanum, Margmiðlunarskólanum, úr lýsingarfræði og bæði flugumferðarstjórar og atvinnuflugmenn úr Flugskóla Íslands. Úr diplómanámi voru útskrifaðir nemar í mótun, teikningu og textíl í samstarfi við Myndlistaskólann í Reykjavík.

Gaman er að geta þess að í fyrsta sinn var kona útskrifuð sem meistari í bílasmíði. Viðtal við Önnu Kristínu Guðnadóttur bílasmíðameistara var í tilefni af þessu á mbl.is.

Myndir frá útskriftinni er að finna á vefnum og þar er líka hægt að kaupa prentað eintak ef áhugi er á slíku.

Verðlaun voru veitt fyrir góðan námsárangur af stuðningsaðilum skólans og kann Tækniskólinn þeim bestu þakkir fyrir.

Meistaraskólinn

Verðlaun gefin af: Verðlaunahafi Verðlaun fyrir:
  Silja Rut Thorlacius Besta árangur í Meistaraskólanum
Verðlaun Samtaka iðnaðarins Hermann Jónatan Ólafsson Góðan árangur í meistaranámi

Margmiðlunarskólinn

Verðlaun gefin af: Verðlaunahafi Verðlaun fyrir:
  Guðrún Jónsdóttir Besta heildarárangur
  Brynjar Marínó Húnfjörð Besta árangur í útskriftaverkefni

Hönnunar- og handverksskólinn og Myndlistaskólinn í Reykjavík

Verðlaun gefin af: Verðlaunahafi Verðlaun fyrir:
Verslunin Kraum Sigríður Þóra Óðinsdóttir Besta árangur í Mótun
Forlagið, bókaútgáfa Bergrún Íris Sævarsdóttir og Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson Besta árangur í teikningu
Steinunn Sigurðardóttir Helga Aradóttir Besta árangur í textíl

Lýsingarfræði

Verðlaun gefin af: Verðlaunahafi Verðlaun fyrir:
Ljóstæknifélag Íslands Anna Fr. Blöndal Góðan árangur í lýsingarhönnun

Flugskóli Íslands

Verðlaun gefin af: Verðlaunahafi Verðlaun fyrir:
Icelandair Þóra Sigurðardóttir Hæstu einkunn og framúrskarandi mætingu (100%).
Flugfélag Íslands Karen Axelsdóttir 3 nemendur með næst hæstu meðaleinkunn
Flugskóli Íslands Gunnar Víðisson 3 nemendur með næst hæstu meðaleinkunn

Á myndinni má sjá hóp meistaranema sem útskrifuðust núna vorið 2012:

Meistaranemar útskrifaðir vor 2012

Fleirir myndir frá athöfninni koma innan skamms.