Fréttir forsíða

Nemendum Tækniskólans gekk vel í forritunarkeppni framhaldsskólanna

12.3.2012

  • Bjarki Ágúst Guðmundsson sem vann Sheldon Cooper deildina

Í ár var metþáttaka en það tóku 44 lið þátt í forritunarkeppni framhaldsskólanna á vegum Háskólans í Reykjavík í samvinnu við Nýherja.

Keppninni var skipt í þrjár deildir: Sheldon Cooper, Leonard Hofstadter, Howard Wolowitz

Tækniskólinn náði góðum árangri eins og oft áður. Nemendur okkar unnu fyrsta sæti í Sheldon Cooper deildinni, fyrsta sæti í Howard Wolowitz deildinni og annað og þriðja sætið í Leonard Hofstadter deildinni.

Sheldon Cooper deildina vann Bjarki Ágúst Guðmundsson - 1. sæti SuprDewd frá Tækniskólanum.

Í Leonard Hofstadter deildin voru:

í 2. sæti Derps –Tækniskólinn Liðið skipa Unnar Freyr Erlendsson og Gunnar Guðvarðarson

og í 3.sæti Team Lava – Tækniskólinn. Í liðinu eru Arnar Bjarni Arnarson,Magnús Hlini Víkingur Magnússon og
Símon Brynjar Grétarsson

Í Howard Wolowitz deildinni unnu fyrsta sætið Forriddararnir frá Tækniskólanum sem eru: Ragnar Borgþór Ragnarsson, Brynja Dóra Birgisdóttir og Hilmar Gústafsson sem sjá má á þessari mynd.
Forriddararnir sem unnu Howard Wolowitz deildina.
 

Lógókeppnina vann The A-Team frá Tækniskólanum sem skipa Svavar T. Gestsson, Jafet Egill Magnason og Henry Fannar Clemmensen.

Um keppnina má lesa meira hérna af vef mbl.is og myndir og úrslit eru á vef keppninnar forritun.is.