Fréttir forsíða

Dagur íslenskrar tungu er í dag, 16. nóvember

16.11.2010

  • Völuspá

Á degi íslenskrar tungu, þriðjudaginn 16. nóvember, sýnir Möguleikhúsið verðlaunasýninguna Völuspá í hátíðarsalnum á Háteigsvegi, sýningin stendur frá kl. 12 til 13.

Verkið byggir á hinni fornu Völuspá og veitir áhorfendum sýn inn í hugmyndaheim norænnar goðafræði. Þar segir m.a. frá fróðleiksfýsn Óðins, græðgi í skáldamjöðinn, forvitni hans um nútíð og framtíð, Fenrisúlfi, Baldri, Loka, Hugin og Munin og ótal fleiri persónum.

Leikstjóri Völuspár er Peter Holst, Guðni Franzson stýrði tónlistinni í verkinu og leikmynd og búninga hannaði Anette Werenskiold. Á sviðinu eru Pétur Eggerz sem leikur öll hlutverkin í Völuspá og tónlistarmaðurinn Birgir Bragason.

Frá því Völuspá var frumsýnd hefur sýningin gert víðreist, m.a. verið sýnd á hátíðum í Rússlandi, Svíþjóð, Kanada, Finnlandi, Færeyjum, Bandaríkjunum, Þýskalandi og Frakklandi. Sýningin var tilnefnd til menningarverðlauna DV fyrir árið 2000 og hlaut Grímuna - íslensku leiklistarverðlaunin 2003.