Fréttir forsíða

Nemar í rafiðngreinum fá spjaldtölvur

23.9.2016

  • Kristján Þórður Snæbjarnason formaður RSÍ, Jens Pétur Jóhannsson formaður SART, Valdemar G. Valdemarsson skólastjóri Raftækniskólans og Jón B Stefánsson skólameistari Tækniskólans.
  • Spjaldtölvur afhentar nemendum
  • Nemandi Raftækniskólans með spjaldtölvuna sem allir rafiðnnemar fengu afhenta.
  • Spjaldtölvur afhentar nemendum
  • Rafiðnnemar með spjaldtölvur sem þeim voru afhentar.
  • Spjaldtölvur að gjöf frá SART og RSÍ
  • Spjaldtölvur afhentar nemendum

Allir rafiðnnemar fá spjaldtölvu

Allir nemar í rafiðngreinum á landinu, samtals um 800 manns, fá gefins spjaldtölvur í haust frá Samtökum rafverktaka (SART) og Rafiðnaðarsambandi Íslands (RSÍ)sem vinna fyrir hönd allra atvinnurekenda og launþega í rafiðnaði. Tilgangur gjafarinnar er að tryggja að nemarnir geti nýtt sér það mikla úrval af kennsluefni sem er í boði  á rafrænu formi og stuðla að betri námsárangri og fjölgun nemenda í þessum greinum en mikil vöntun er á rafiðnaðarmönnum á Íslandi. 

Tækniskólanemar í rafiðngreinum fá fyrstu tölvurnar 

Alls verða gefnar um 800 tölvur og voru fyrstu tölvurnar afhentar með viðhöfn í þeim tveimur húsum Tækniskólans, á Skólavörðuholti og Flatahrauni í Hafnarfirði, þar sem rafiðngreinar eru kenndar.

Rafrænt kennsluefni og betri námsárangur

Spjaldtölvurnar munu auðvelda nemendum aðgang að kennsluefni og traust er bundið við að þetta geri námsárangur betri og að nemendum í rafiðngreinum fjölgi. Á næstunni munu fulltrúar SART og RSÍ heimsækja alla verkmennta- og fjölbrautarskóla landsins og afhenda spjaldtölvur. Þessu verkefni verður svo haldið áfram og á næsta ári fá allir sem hefja nám í rafiðngreinum spjaldtölvu að gjöf. 


Fréttatilkynning SART og RSÍ

Á vefnum: rafbok.is er námsefni í rafiðngreinum.


Nokkrar myndir frá afhendingu spjaldtölvanna:

Alda Særós Bóasdóttir fær afhenta fyrstu spjaldtölvuna.

Alda Særós Bóasdóttir nemandi í Raftækniskólanum fær afhenta fyrstu spjaldtölvuna.
Athöfn við afhendingu spjaldtölvanna.

Frá athöfninni þar sem nemendur fengu spjaldtölvur afhentar að gjöf frá RSÍ og SART.