Fréttir forsíða

Námsver - aðstoð í námi

4.10.2017

  • Nemendur við vinnu

Aðstoð til dæmis við heimanámið

Í Tækniskólanum er lögð áhersla á að veita nemendum þá aðstoð sem þeir þurfa til að geta sinnt námi sínu sem best. 

Í námsveri fá nemendur aðstoð við prófatöku og stuðning við heimanám sem og almenna aðstoð í grunngreinum. Einnig er hægt að leita til námsversins við verkefna- og ritgerðasmíð.

Námsver er staðsett í á fimmtu hæð á Skólavörðuholti, á bókasafninu og í nemendavinnuherbergi á fjórðu hæð á Háteigsvegi. Í Hafnarfirði er staðsett á bókasafni á annarri hæð.

Sjá nánar hér um tímasetningar og kennara.