Fréttir forsíða

Innritun opin á hönnunar- og nýsköpunarbraut

22.11.2017

  • Nám á hönnunar- og nýsköpunarbraut.

Frábær undirbúningur fyrir nám í hönnun og skapandi greinum á háskólastigi.

Opið er fyrir umsóknir á menntagatt.is

Um er að ræða þriggja ára stúdentspróf sem er hluti af Tæknimenntaskólanum.

Markmið hönnunar- og nýsköpunarbrautar er að búa nemendur undir háskólanám í hönnun, arkitektúr og skapandi greinum. Námið brúar bil á milli verklegrar og tæknilegrar þekkingar og aðferða í hönnun þar sem unnið er með hönnunarferli í lausnaleit.  

Náminu lýkur með stúdentsprófi.

Nánari upplýsingar um námið og aðstoð við innritun veitir Kolbrún Kolbeinsdóttir – skólastjóri Tæknimenntaskólans – í gegnum tölvupóst kk@tskoli.is