Fréttir forsíða

Innritun í nám til háskólaeininga

28.3.2017

  • Verkefnavinna í Magmiðlunarskólanum.
  • Verkefnavinna í Green screen í Magmiðlunarskólanum.
  • Verkefnavinna í Vefskólanum.
  • Verkefnavinna í Vefskólanum.

Vefskólinn og Margmiðlunarskólinn - innritun opin til 11. júní.


Námið í Vefskólanum og Margmiðlunarskólanum er á 4. hæfnisþrepi (fagháskólastigi).


Spennandi nám fyrir nemendur með frjóa hugsun sem vilja fara nýjar leiðir:


Vefskólinn

Margmiðlunarskólinn

 Viðmót, notendaupplífun og forritun veflausna.

Þrívídd, tæknibrellur og tölvuleikjagerð.

Tveggja ára nám, fjórar annir.

Með viðbót í dönskum samstarfsháskóla (KEA) geta nemendur lokið BA gráðu.

Tveggja ára nám, fjórar annir.

Með viðbót í erlendum háskólum geta nemendur lokið BA gráðu.

Námi í vefþróun er ætlað að svara aukinni þörf atvinnulífsins á vef- og viðmótsforriturum.

Menntun á sviði vefþróunar krefst sífellt meiri sérhæfingar og í Vefskólanum er í boði sérsniðin námsleið í viðmóti, notendaupplifun og forritun veflausna. 

Þetta er nám fyrir þá sem hafa áhuga á þrívíddarvinnslu, tæknibrellum fyrir kvikmyndir, tölvuleikjagerð og teiknimyndagerð. Allt þetta er hluti náms í Margmiðlunarskólanum.

Í náminu er lögð mikil áhersla á hugmyndavinnu, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð. 

Innritun fer fram rafrænt - upplýsingar á vefsíðu Vefskólans.

Innritun fer fram rafrænt - upplýsingar á síðu Margmiðlunarskólans.

Skjáskot af vefsíðu Vefskólans.  Skjáskot af vefsíðu Margmiðlunarskólans.