Fréttir forsíða

Innritun haust 2017

26.4.2017

  • Merki Tækniskólans á húsi hans Skólavörðuholti

DAGSKÓLI  

Öll innritun er rafræn 

Nemendur sækja um skólavist rafrænt. Sótt er um nám í dagskóla á menntagátt.is.

Nemendur úr grunnskóla. 

Forinnritun dagskólanema er búin. Lokainnritun verður frá 4. maí – 9. júní.
Nemendum gefst tækifæri til að endurskoða umsóknir sínar til miðnættis föstudaginn 9. júní.
Stefnt er að því að svör við umsóknum verði póstlögð eins fljótt og auðið er en Menntamálastofnun áskilur sér rétt til úrvinnslu gagna allt fram til 28. júní.

Innritun opin til 31. maí!

Innritun fyrir aðra en 10 bekkinga er opin til 31. maí og fer fram í gegnum menntagátt.is 

Mismunandi inntökuskilyrði eru á brautir.
Með umsóknum á sumar brautir þarf að skila inn ferilmöppu eða greinargerð og mæta í viðtal. Um innritun í dagskóla.

Flugskóli Íslands 

Atvinnuflugmannanám og námskeið í flugi - sjá nánar hér.

DREIFNÁM  


Innritun í dreifnám er opin - upplýsingar.

NÁM TIL HÁSKÓLAEININGA 

Innritun í Vefskólann og Margmiðlunarskólann - opin til 11. júní.

Upplýsingar um innritun og tenging inn á innritunarvef.