Fréttir forsíða

Innritun eftir 9. bekk grunnskóla

30.5.2017

  • Póstkort um innritun eftir 9.bekk í Tækniskólann.

Nemendur í 9. bekk hafa fengið póstkort frá nemanda í Tækniskólanum. 


Nemendur 9. bekkjar eru hvattir til að skoða möguleikann til að hefja nám í framhaldsskóla ef þeir sýna framúrskarandi eða góða hæfni samkvæmt hæfnikröfum. 

Samkvæmt breytingum sem gerðar voru á aðalnámskrá grunnskóla og greinasviða með aðalnamskrá grunnskóla geta nemendur útskrifast áður en tíu ára skyldunámi er lokið. Breytingin segir: 
" Ef niðurstöður samræmdra könnunarprófa sýna að nemandi í 9. bekk hefur sýnt framúrskarandi (A) eða góða hæfni (B) samkvæmt hæfnikröfum 10. bekkjar og náð framúrskarandi árangri í öðrum greinum geta foreldrar óskað eftir því við skólastjóra grunnskóla að barn þeirra sé útskrifað úr grunnskóla áður en tíu ára skyldunámi er lokið. "

Einnig þarf nemandi að hafa félagsþroska til að takast á við félagslegt umhverfi framhaldsskóla. 

Auglýsinguna frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu í heild sinni má lesa hér. 

Fyrirpurnir um innritun má senda í tölvupósti og á facebookíðu Tækniskólans. 

Upplýsingar um innritun á allar stúdentsprófsbrautir Tækniskólans veitir Guðrún Randalín Lárusdóttir skólastjóri Upplýsingatækniskólans. Nefang: grl@tskoli.is Finndu okkur á Facebook

Póstkortið sem 9. bekkingar fengu:

Texti í póstkorti um innritun eftir 9.bekk í Tækniskólann.