Fréttir forsíða

Hársnyrtinemar keppa í alþjóðlegri keppni

11.4.2017

  • Klara, Glódís og Sigþrúður með kennaranum sínum Eyvindi.
  • Hársnyrtibrautin er á Snappinu :) fylgist með þeim!
  • Eyvindur, Klara, Sigþrúður,Glódís og Ragnheiður.
  • Eyvindur kennari og Ragnheiður skólastjóri voru ánægð með framgöngu nemenda hársnyrtibrautar Tækniskólans.

Spennandi verkefni, skiptinám, starfsþjálfun og keppnir

Handverksskóli Tækniskólans er vel tengdur við skóla víða erlendis og gefst nemendum okkar kostur á að taka þátt í ýmsum spennandi verkefnum, skiptinámi, starfsþjálfun og keppnum í þeirra fagi.

Eyvindur, Klara, Sigþrúður,Glódís og Ragnheiður.

Þrír nemendur í hársnyrtingu eru t.d. núna í tveggja vikna dvöl í Finnlandi og hafa verið að vinna að verkefnum í skóla og á ólíkum hársnyrtistofum í borginni Vaasa. Einnig fór þar fram keppni IAHS um nýliðna helgi þar sem þær stóðu sig frábærlega og unnu silfurverlaun í einum flokki og hópaverðlaun í öðrum.

Nemendurnir sem tóku þátt í ár eru þær Glódís Tara Fannarsdóttir, Klara Ívarsdóttir og Sigþrúður Oddsdóttir. Kennari þeirra, Eyvindur Þorgilsson fór einnig utan til að vera viðstaddur keppnina en hann sér um keppnisáfanga hársnyrtibrautar þessa önnina. Einnig var Ragnheiður Bjarnadóttir skólastjóri Handverksskólans með í för þar sem hún er í stjórn IAHS.

Nemendur í hársnyrtikeppni IAHS skemmtu sér vel.Alþjóðleg samtök sem halda veglega keppni 

IAHS (The International Association of Hairdressing Schools) eru alþjóðleg samtök skóla sem kenna hársnyrtingu og standa þau fyrir keppni á hverju ári. Tækniskólinn hefur verið meðlimur þessara samtaka frá stofnum hans og þar áður Iðnskólinn í Reykjavík til fjölda ára. Nemendur skólans af hársnyrtibraut hafa margoft tekið þátt í þessum keppnum og oft unnið til verðlauna. Skólarnir skiptast á að halda keppnina og leggja mikinn metnað í að gera hana sem veglegasta auk þess sem nemendur og kennarar kynnast menningu hvers svæðis og fá námskeið og þjálfun í ólíkum þáttum hársnyrtingar í bland við keppnina sjálfa.

Verðlaunasæti í tveimur flokkum

Klara, Glódís og Sigþrúður með kennaranum sínum Eyvindi.Sigþrúður Oddsdóttir vann til silfurverðlauna í flokknum „Avant Garde“ sem er framúrstefnuleg hárgreiðsla.

Einnig var keppt í „Long Hair Down“ þar sem hárið er greitt og formað í glæsigreiðslu án þess að nota spennur eða teygjur. Okkar nemendur áttu mjög flottar greiðslur í báðum þessum flokkum enda höfðu þær lagt sig fram í öllum undibúningi og vinnu við sínar greiðslur.

Eyvindur kennari og Ragnheiður skólastjóri voru ánægð með framgöngu nemenda hársnyrtibrautar Tækniskólans.Þriðja keppnisgreinin var „Team Event“ en þar er verkefni unnið út frá þemavinnu. Þáttakendunum er skipt í litla hópa sem hanna stemningsmyndir (moodboard) út frá ljósmyndum sem þeir taka í sérstakri ferð hópsins með það fyrir augum að skapa heildarútlit á módeli út frá litum, formum og mynstrum sem þeir sjá í umhverfinu. Einnig þarf hver hópur að sýna og kynna lokaútkomuna. Hópur Klöru Ívarsdóttur vann þennan hluta keppninnar.

Frábært vettvangur sem gefur dýrmæta reynslu

IAHS er vettvangur fyrir nemendur og kennara hársnyrtiskóla að hittast, tengjast böndum, upplifa menningu og umhverfi á ólíkum stöðum, skiptast á upplýsingum og þekkingu og einnig er þetta dýrmætt tækifæri fyrir nemendur okkar að byggja upp tengingu við upprennandi fagfólk frá ýmsum löndum.

Nokkrar hárgreiðslur: 

Hárgreiðsla í keppni IAHS vor 2017. Hárgreiðsla í keppni IAHS vor 2017. Hárgreiðsla í keppni IAHS vor 2017. Hárgreiðsla í keppni IAHS vor 2017.

Mikið af myndum

Mjög góður myndasmiður, Kim Blåfield, var með í för á keppninni sjálfri og fylgdi hópnum vel eftir og festi herlegheitin í þessi myndasöfn sem skoða má:

Einnig hægt að skoða myndir teknar af Ragnheiði skólastjóra hér: Myndasafn.

HárnsnyrtibrautTækniskólans er á snappinu  - addið þeim og fylgist með :)Hársnyrtibrautin er á Snappinu :) fylgist með þeim!