Fréttir forsíða

Gæðaviðurkenning fyrir alþjóðastarf

9.11.2017

  • Tækniskólinn hlaut viðurkenningu fyrir besta Erasmus verkefni 2015-2017 í starfsmenntun.

Gæðaviðurkenning fyrir framúrskarandi verkefni starfsmenntaskóla 

Ingibjörg Rögnvaldsdóttir alþjóðafulltrúi Tækniskólans, ásamt Jóni skólameistara og Þór aðstoðarskólameistara, tók við gæðaviðurkenningu fyrir hönd skólans fyrir framúrskarandi Evrópuverkefni 2015 - 2017 á 30 ára afmælishátíð Erasmus+ í Hörpu í gær 8. nóvember. 
Alþjóðlegu samstarfi hefur verið sinnt af miklum dugnaði undanfarin ár og skólinn sent marga, bæði nemendur og starfsmenn, til náms og þjálfunar á vegum Erasmus+. Ingibjörg Rögnvaldsdóttir alþjóðafulltrúi ásamt alþjóðanefnd skólans hefur umsjón með styrkumsóknum skólans.

Myndir frá hátíðinni: 

Forsetinn ávarpaði hátíðargesti. Viðtal við Ingibjörgu í myndbandi sem var sýnt. Vigdis forseti, Ingibjörg með viðurkenningu skólans og Ragnheiður skólastjóri Handverksskólans.


Eykur víðsýni og þroska

Fréttablaðið birti viðtal við Ingibjörgu í blaðinu 8. nóvember um verkefnið sem hlaut viðurkenninguna og þar segir Ingibjörg m.a.:

„Verkefnið var mjög stórt og margir nemendur frá flestum greinum Tækniskólans tóku þátt. Það gekk mjög vel. Þetta skilar sér í auknum möguleikum nemenda til náms og starfs erlendis og oft brýtur það ísinn hjá þeim sem langar að fara út til að vinna eða mennta sig að fá styrk og kynnast aðeins lífinu handan hafsins.“ 

Viðtalið er á bls 32 hér!

Viðtal við Ingibjörgu í Fréttablaðinu 8. nóv. 2017.