Fréttir forsíða

Frábær árangur í hönnun og nýsköpun

19.4.2017

  • Nemendur með nýsköpunarverkefnið Ægir
  • Nemendur með nýsköpunarverkefnið Alga.

Hönnun og frumkvæði

Í áfanganum frumkvöðlafræði sem kenndur er á hönnunar- og nýsköpunarbraut voru þrír hópar sem unnu að nýsköpunarverkefni. Verkefnið var að koma með hugmynd að fyrirtæki með áherslu á sjálfbærni. Nemendur læra að stofna fyrirtæki frá hugmynd til vöruþróunar og afraksturinn var kynntur á Vörumessunni JA - ungir frumkvöðlar í Smáralindinni.

Tveir hópar af fimmtán í úrslitum eru frá Tækniskólanum

Tveir af þessum þremur hópum hafa verið valdir í 15 hópa úrslit af þeim 63 hópum sem tóku þátt í Vörumessunni. Hópunum er boðið að koma aftur fyrir dómnefnd og segja frá verkefnum sínum, miðvikudaginn 26. apríl í Háskólanum í Reykjavík. Hóparnir tveir sem dómnefndin valdi eru ALGA foods og ÆGIR snyrtivörur.

Hönnunar- og nýsköpunarbraut Tækniskólans er stolt af sínum nemendum sem hafa staðið sig frábærlega vel.


Alga  - Alga er frumkvöðlafyrirtæki   sem stefnir á það að framleiða kraft úr þaradufti sem fólk getur notað út í t.d. súpur eða sósur til að allir geti gert sína matargerð að lífrænum og umhverfisvænum valkosti
Nemendur með nýsköpunarverkefnið Alga.Ægir  - Ægir er nýtt íslenskt snyrtivörufyrirtæki sem miðar að því að framleiða alíslenskar snyrtivörur og nota endurnýttar og endurvinnanlegar umbúðir:Nemendur með nýsköpunarverkefnið Ægir