Fréttir forsíða

Tækniskólanemar vinna forritunarkeppni

20.3.2017

  • Allir vinningshafar frá Tækniskólanum ásamt skólastjóranum Guðrúnu Randalin.
  • Forritunarkeppni framhaldsskólanna í fullum gangi í Háskólanum í Reykjavík.
  • Vinningshafar 3. sætið í Beta deildinni: Guðni, Friðrik og Hermann.
  • Verðlaunahafa 1. sæti Betadeild: Óðinn, Bernhard og Bjarki.

Mjög jöfn og spennandi keppni sem Tækniskólanemar sigruðu

Á laugardaginn var haldin æsispennandi forritunarkeppni í Háskólanum í Reykjavík. Alls tóku 45 lið þátt í keppninni að þessu sinni. Jafnt var með liðum fram eftir keppni og var spennan rafmögnuð á köflum. Svo fór þó að lokum að Tækniskólinn sigraði erfiðari deildina sem er Beta deildin og átti Tækniskólinn  líka lið í 3. sætinu í þeirri deild. 

Delta deildin - góð frammistaða

Í Delta deildinni sem er deild fyrir þá sem eru að feta sín fyrstu spor í forritun áttum við nokkur lið sem voru nálægt því að krækja í vinningssæti, en tókst ekki í þetta sinn. Flott frammistaða hjá nemendum Tölvubrautar Tækniskólans nú eins og oftast áður.

Þetta eru vinningslið Beta deildar:

Fyrsta sæti:

Liðið: “Auga og byssa” 

  • Bernhard Linn Hilmarsson
  • Óðinn Eyjólfsson
  • Bjarki Fannar Snorrason 

Þriðja sæti:

Liðið: Friðrik Njálsson

  • Guðni Nathan Gunnarsson
  • Hermann Björgvin Haraldsson
  • Friðrik Njálsson


Vefsíða keppninnar.

Allir vinningshafar frá Tækniskólanum ásamt skólastjóranum Guðrúnu Randalin. Forritunarkeppni framhaldsskólana í fullum gangi í Háskólanum í Reykjavík.
Verðlaunahafa 1. sæti Betadeild: Óðinn, Bernhard og Bjarki. Vinningshafar 3. sætið í Beta deildinni: Guðni, Friðrik og Hermann.