Fréttir forsíða

Fjöldi verðlauna á Verkiðn til Tækniskólans

20.3.2017

  • Verðlaunahafar 1. 2. og 3. sætið í hársnyrtiiðn ásamt kennaranum sínum.

Frábær keppni og skemmtileg kynning á Verkiðn 2017

Úrslit á Íslandsmóti iðn- og verkgreina 2017 er að finna inn á heimasíðu Verkiðnar. Ljóst er af úrslitunum að námið, kennslan og starfið í skólanum er að skila frábærum iðn- og verkmenntuðum nemendum út í atvinnulífið. Tækniskólinn átti fulltrúa í verðlaunasætum í flestum greinum sem nemendur hans kepptu í. 

Starfsfólk og nememendur Tækniskólans geta verið stolt af árangrinum og er sigurvegurum óskað sérstaklega til hamingju með glæsilega sigra. 

Þakkir til allra 

Öllum sem komu að undibúningi og vinnu við mótið og framhaldsskólakynninguna er þakkað kærlega fyrir þátttökuna og samveruna í Laugardalshöllinni - Allir stóðu sig frábærlega!

Ein stemmingsmynd frá Verkiðn 2017: 

Mikið fjör - gleði og gaman á Verkiðn.