Fréttir forsíða

Ert þú lofthrædd/ur?

10.9.2017

  • Sýndarveruleiki skoðaður.

Kóngulóafælni, lofthræðsla?

Íslensk erfðagreining (ÍE) vinnur að rannsókn á áhrifum erfða á fælni (köngulóafælni, lofthræðslu) þar sem notast er við sýndarveruleika. Rannsóknin hefur fengið leyfi Vísindasiðanefndar. Rannsóknin fer fram í stofu 114A í Tækniskólanum á Skólavörðuholti.

18 ára og eldri geta tekið þátt

Þeim sem vilja taka þátt er boðið að heimsækja heimasíðu rannsóknarinnar, www.fælni.is. Þátttakendur skrá sig í gegnum vefsíðuna og velja tíma.
Rannsóknin fer fram í kjallara aðalbyggingar Tækniskólans á Skólavörðuholti (stofu 123) og hefur starfsfólk Þjónustumiðstöðvar rannsóknaverkefna umsjón með framkvæmd hennar.

Starfsmaður Tækniskólans tekur þátt í rannsókninni.Fælni og sýndarveruleiki

Til eru ýmsar gerðir fælni (fóbíu) en afmörkuð fælni  (specific phobia) einkennist af miklum, óraunhæfum ótta við hluti eða aðstæður, til dæmis köngulær. Hægt er að kalla fram fælniviðbrögð með sýndarveruleikagleraugum, en slík tækni gerir þátttakendum kleift að lifa sig inn í tölvugerðar aðstæður

Á myndinni má sjá starfsmann Tækniskólans taka þátt í rannsókninni: