Fréttir forsíða

Bókagjöf til nýnema

2.10.2017

  • Turninn á húsi Tækniskólans Skólavörðuholti.

Við ættum öll að vera femínistar


Kvenréttindafélag Íslands fékk styrk frá Jafnréttissjóði Íslands árið 2016 til að láta þýða bókina We Should All Be Feminists eftir Chimamanda Ngozi Adichie og gefa fyrsta árs nemum í framhaldsskólum á Íslandi.
Við ættum öll að vera femínistar er þýdd af Ingunni Ásdísardóttir og Benedikt bókaútgáfa hefur séð um útgáfu hennar. 

Bókin verður afhent nýnemum dagana 10. og 11. október

Nýnemar í öllum húsum Tækniskólans munu fá bókina afhenta í lífsleiknitímum dagana 10. og 11. október. 

Hugmyndafræðinni lýst á einfaldan hátt og á mannamáli

Í bókinni lýsir Adichie femínískri hugmyndafræði á aðgengilegan hátt. Tungumál bókarinnar er blátt áfram og einfalt, hún lýsir erfiðum hugmyndum um frelsi og jafnrétti á mannamáli. Adichie vekur lesendur sína til umhugsunar um óréttlæti samfélags sem byggt er á ákveðnum hugmyndum um kyn og kynhlutverk. Hún fjallar um hvernig við öll, bæði konur og karlar, berum skaða af því þegar samfélagið reynir að móta hegðun okkar svo að við pössum inn í fyrirfram ákveðnar hugmyndir þessa kynjakerfis.

Bókagjöf til nýnema haust 2017.