Fréttir forsíða

Fyrirsagnalisti

Veggspjald fyrir útskriftarsýningu Upplýsingatækniskólans haust 2017

31.10.2017 : Útskriftasýning Upplýsingatækniskólans

Útskriftarnemendur Upplýsingatækniskólans í grafískri miðlun og prentun, bjóða þér á sýningu laugardaginn 4. nóvember kl. 13:00-15:00.  
Sýning verður í Vörðuskóla, Barónstíg 34.  
Allir velkomnir!

Lesa meira
Námskynning Lyngo

23.10.2017 : Háskólanám erlendis - kynning

Vakin er athygli á námskynningu Lingó sem haldin verður í Tjarnarbíói laugardaginn 28. október, kl. 12:00-16:00. Þar gefst tækifæri til kynna sér fjölbreytt úrval námsleiða í skapandi greinum hjá alþjóðlega viðurkenndum fagháskólum.

Lesa meira
Fulltrúar SART og Rafiðnararsambands Íslands afhenda nemendum spjaldtölvur.

23.10.2017 : Spjaldtölvugjöf til nema í rafiðngreinum

Nemendur í grunndeild rafiðnaða fengu ánægjulega heimsókn þegar fulltrúar SART og  Rafís komu færandi hendi en allir nýnemar í rafiðngreinum fá spjaldtölvu að gjöf. Tilgangur gjafarinnar er að tryggja að nemarnir geti nýtt sér það mikla úrval af kennsluefni sem er í boði  á rafrænu formi.

Lesa meira
Forritunarkeppni framhaldsskólanna í fullum gangi í Háskólanum í Reykjavík.

23.10.2017 : Viðmótsforritunarnemar heimsóttu Gagarín

Nemendur á tölvubraut í viðmótsforritun heimsóttu Gagarín.  Tækniskólinn er í góðum tengslum við atvinnulífið og nemendur fara reglulega í heimsóknir út í fyrirtæki. Nemendur og kennarar þakka fyrir góða móttöku og fræðandi heimsókn. 

Lesa meira
Merki Tækniskólans á húsinu.

19.10.2017 : Innritun á vorönn 2018

Innritun í dagskóla á vorönn 2018  er opin frá 1. - 30. nóvember og fer fram á menntagatt.is.

Innritun í Meistaraskólann og annað nám með vinnu, dreifnám opið frá 10. nóvember.   Innritun fer fram í Innu. 


Lesa meira
Útsýni frá Skólavörðuholti

18.10.2017 : Vetrarfrí föstudaginn 20. október

Engin kennsla og skólinn er lokaður í vetrarfríinu föstudaginn 20. október.

Lesa meira
Tækniskólalínan október 2017.

9.10.2017 : Valdagur 16. október

Á valdegi staðfesta nemendur umsókn um skólavist á næstu önn.

Valdagur er mánudagur 16. október og kennsla fellur niður frá 10:35 - 11:35 á meðan kennarar eru til viðtals vegna vals.

Staðsetning kennara er í töflu neðst í frétt.

Lesa meira
Bikarinn afhentur á fótboltamóti Tækniskólans 2016.

7.10.2017 : Fótboltamót Tækniskólans

Fótboltamót Tækniskólans fer fram föstudaginn 13. október
kl.13 til 15 í Fífunni í Kópavogi.

Þátttaka í mótinu er ókeypis.

Skráning fer fram hér.


Lesa meira
Veggspjald fyrir heilsudaga haust 2017.

5.10.2017 : Heilsudagar Tækniskólans

Heilsudagar verða haldnir í Tækniskólanum 
dagana 10. - 12. október. 

Boðið verður upp á fjölbreytta heilsueflandi dagskrá í Hafnarfirði, á Háteigsvegi og á Skólalvörðuholti.

Skráning er hafin og hér má finna skráningarsíðuna.

Lesa meira
Nemendur við vinnu

4.10.2017 : Námsver - aðstoð í námi

Í námsveri fá nemendur aðstoð við prófatöku og stuðning við heimanám og almenna aðstoð í grunngreinum.

Námsver er í húsum Tækniskólans á Skólavörðuholti, Háteigsvegi og í Hafnarfirði. 

Lesa meira
Auglýsing - Skólamálaþings - Innfædd á Internetinu.

4.10.2017 : Innfædd á Internetinu

Kennarasamband Íslands og Skólameistarafélag Íslands efna til Skólamálaþings á Alþjóðadegi kennara fimmtudaginn 5. október. Þingið er í Silfurbergi í Hörpu og dagskrá stendur frá kl. 9:30 - 15:00. 

Kennarar Tækniskólans eru hvattir til að nota þetta tækifæri og sækja ráðstefnuna og skrá sig sem fyrst á harpa.is eða á tix.is. 

Lesa meira
Turninn á húsi Tækniskólans Skólavörðuholti.

2.10.2017 : Bókagjöf til nýnema

Öllum fyrsta árs nemum í framhaldsskólum landsins er gefin bókin We Should All Be Feminists sem  Kvenréttindafélag Íslands fékk styrk frá Jafnréttissjóði Íslands til að láta þýða. 

Við ættum öll að vera femínistar er þýdd af Ingunni Ásdísardóttir og  afhent nýnemum Tækniskólans í lífsleiknitímum dagana 10. og 11. október. 

Lesa meira