Fréttir forsíða

Fyrirsagnalisti

Starfsfólk Keilis í heimsókn í Tækniskólanum.

29.9.2017 : Keilir kom í heimsókn

Starfsfólk Keilis kom og heimsótti K2 tækni og vísindabraut þar sem þau fengu kynningu á uppbyggingu námsins og hugmyndafræðinni á bak við brautina. Heimsóknin var liður í stefnumótunarvinnu hópsins.
Við í Tækniskólanum fögnum því að starfsfólk í menntakerfinu leiti innblásturs í hugmyndir og læri hvert af öðru.

Lesa meira
Stærðfræði - undirbúningur.

26.9.2017 : Stærðfræðikeppni framhaldsskólanna

Framundan er stærðfræðikeppni framhaldsskólanna og undibúningur fer fram í vikunni. 

Allir áhugasamir eru hvattir til að sækja undirbúningstímana. Undankeppnin í Tækniskólanum verður:  
þriðjudaginn 3. okt kl. 9:00 á Skólavörðuholti.

Lesa meira
Ragnheiður Eiríksdóttir er hjúkrunarfræðingur Tækniskólans.

25.9.2017 : Hjúkrunarfræðingur fyrir nemendur skólans

Ein af aðgerðum til að draga úr brottfalli nemenda er að ráða hjúkrunarfræðing við skólann í 50% starf. Sérstök áhersla er á andlega líðan nemenda og boðið er upp á viðtöl og stuðning. 
Gengið hefur verið frá ráðningu Ragnheiðar Eiríksdóttur hjúkrunarfræðings í þessa vinnu. 
Ragnheiður vinnur með námsráðgjöfum og umsjónarkennurum að þessum málefnum.

Lesa meira
Verkefni á kynningarviku HNÝ.

21.9.2017 : Kynning verkefna í hönnun og nýsköpun

Nú er kynningarvika hjá Hönnunar- og nýsköpunarbraut og gangurinn á fjórðu hæð í húsinu á Skólavörðuholti er að fyllast af alls konar verkefnum.  

Í lok kynningarviku er venjan að brjóta upp daginn og í hádeginu föstudaginn 22. er ætlunin að hittast í nemandarými brautarinnar.

Allir velkomnir.

Lesa meira
Í stærðfræðitíma.

19.9.2017 : Aukatímar í stærðfræði - vinnustofa

Laugardaga kl. 10:30 - 12:30 í stofu 410 á Skólavörðuholti er hægt að koma í aukatíma í öllum stærðfræðiáföngum. 

Allir nemendur Tækniskólans velkomnir.

Lesa meira
Auglýsing - Nýnemaballið haust 2017

18.9.2017 : Nýnemaballið

Nýnemaballið verður fimmtudagskvöldið 21. september. 
Staður: Spot í Kópavogi.
Húsið opnar kl. 22:00 - lokar kl. 23:00. Ballinu lýkur kl. 01:00
Miðasala verður á enter.is

Lesa meira
Merki hjólum í skólann.

12.9.2017 : Verum virk - hjólum í skólann

Verkefnið Hjólum í skólann er komið á fullt og eru allir starfsmenn og nemendur hvattir til þess að taka þátt.
Ekki þarf að skrá sig sérstaklega heldur er þetta hvatning um virkan ferðamáta. 

Lesa meira
Merki Sjávarútvegssýningin 2017

11.9.2017 : Tækniskólinn á Sjávarútvegsýningunni!

Íslenska sjávarútvegssýningin 2017 verður haldin dagana 13. til 15. september í Smáranum í Kópavogi.

Nemendur Véltækniskólans og Skipstjórnarskólans munu annast myndarlegan bás sem Tækniskólinn verður með á sýningunni.

Lesa meira
K2 - Grunnbúðir - upplýsingatækni.

11.9.2017 : Framhaldsskóli í þróun

Ráðstefna um rannsóknir og nýbreytni í framhaldsskólum verður haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð föstudaginn 22. september 2017 kl. 12:30–17:30.

Tveir kennarar Tækniskólans leiða málstofur og halda erindi:
Nanna Traustadóttir verkefnastjóri K2 tækni- og vísindaleiðarinnar heldur erindi um námið á K2
og Þorsteinn Kristjáns Jóhannsson fjallar um Khan Academy í stærðfræðikennslu.

Allir kennarar eru hvattir til að skrá sig. 
Dagskrá í frétt og skráningarupplýsingar.

Lesa meira
Sýndarveruleiki skoðaður.

10.9.2017 : Ert þú lofthrædd/ur?

Vilt þú prófa sýndarveruleika og leggja þitt af mörkum í þágu vísinda?  
Áhugasamir geta skráð sig í gegnum vefsíðuna www.fælni.is og valið tíma. Rannsóknin fer fram í kjallara aðalbyggingar Tækniskólans á Skólavörðuholti.

Lesa meira
Nýnemar í óvissu í óvissuferð :)

7.9.2017 : Nýnemaferð Tækniskólans.

Fimmtudag 14. sept. verður farið í nýnemaferð Tækniskólans. 
Farið verður frá Hafnarfirði kl. 15:30 en Skólavörðuholti og Háteigsvegi kl. 16:00.  
Heimkoma er áætluð kl. 13:00 föstudaginn 15. sept.
Skráning hér!

Athugið - foreldri/forráðamaður þarf að undirrita leyfisbréf

Lesa meira
Bréf til foreldra vegna fundar.

4.9.2017 : Fundur fyrir foreldra/forráðamenn

Foreldrum/forráðamönnum nýnema við Tækniskólann er boðið á upplýsingafund.

  • Fundur er kl. 17:00 í Tækniskólanum á Skólavörðuholti.
  • Fundur er kl. 17:45 í húsi Tækniskólans á Háteigsvegi. 

Farið verður yfir ýmis praktísk mál er varða bæði nám og félagslíf í skólanum.

Lesa meira
Kennarar í pípulögnum og skólastjóri Byggingatækniskólans tóku á móti gjöfinni frá Jóhannesi Skarphéðinssyni og Benedikt Ingvarsyni frá Danfoss.

1.9.2017 : Stuðningur við pípulagnadeildina

Danfoss á Íslandi útvegar pípulagnadeild Tækniskólans stjórnbúnað til kennslu. Um er að ræða þrýstijafnara, slaufuloka, varmaskiptir og AVTQ – loka. 

Gott samstarf og mikill stuðningur sem skólinn þakkar kærlega.

Lesa meira
Heilsíðuauglýsing - Námskeið Endurmennturnarskólans haust 2017

1.9.2017 : Skaraðu fram úr!

Fjölbreytt úrval námskeiða við allra hæfi.

Námskeiðin eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum styrktarfélaga.

Lesa meira