Fréttir forsíða

Fyrirsagnalisti

Myndabók frá útskriftarhátíð Tækniskólans í Eldborg Hörpu vorið 2017.

30.5.2017 : Myndir og myndabók frá útskrift

Anna Fjóla Gísladóttir, ljósmyndari og kennari í Tækniskólanum, tók myndir við útskriftarathöfn Tækniskólans 24. maí sl. 
Hægt er að panta  myndabók og myndir  hjá Önnu Fjólu.

Lesa meira
Til sýnis á útskriftarsýningu fataiðnbrautar Tækniskólans vor 2017.

30.5.2017 : Útskriftarsýning fataiðnbrautar

Í fallegum sal á Laugarvegi var margt um manninn á einstaklega glæsilegri sýningu fataiðnbrautar Handverksskólans sem haldin var um miðjan mánuðinn. Fjölbreytt handverk var til sýnis s.s. jakkaföt, kjólar, tískuteikningar og margt fleira. Gaman að geta þess að nemarnir sem héldu sýninguna voru einnig í fatnaði sem unnin var af þeim sjálfum. 

Lesa meira
Póstkort um innritun eftir 9.bekk í Tækniskólann.

30.5.2017 : Innritun eftir 9. bekk grunnskóla

Tækniskólinn býður nemendum úr 9. bekk að innritast í nám samkvæmt breytingu sem gerð var á aðalnámskrá grunnskóla. 
Nemandi sem lokið hefur 9. bekk og sýnir framúrskarandi (A) eða góða hæfni (B) samkvæmt hæfnikröfum 10. bekkjar hefur möguleika á að innritast á námsbrautir Tækniskólans. 

Lesa meira
Dúx Tækniskólans Benedikt Máni Finnsson ásamt Þór Pálssyni aðstoðarskólameistara og Jóni B. Stefánssyni skólameistara.

25.5.2017 : Útskriftarhátíð í Hörpu

Útskrift var hjá Tækniskólanum -  464 nemendur brautskráðir.
Mikil hátíð og í fyrsta sinn voru útskrifaðir nemendur frá þremur nýjum brautum skólans.
Athöfnin var í beinni útsendingu á facebooksíðu skólans.

Lesa meira
Útskriftarhúfur - frá útskriftarathöfn Tækniskólans jól 2016.

22.5.2017 : Útskrift Tækniskólans 24. maí

Útskriftarathöfn Tækniskólans verður miðvikudaginn 24. maí kl. 15 í Eldborgarsal Hörpu.
Útskriftarnemar mæti kl. 14:15.
Athöfnin tekur rúmar tvær klukkustundir og er mjög hátíðleg.

Dagskrá í frétt.

Bein útsending verður á facebooksíðu Tækniskólans.

Lesa meira
Styrkþegar úr starfsmenntahluta Erasmus+ sem hlutu styrk til verkefna í flokknum Nám og þjálfun árið 2017.

19.5.2017 : Starfsmenntastyrkur Erasmus+

Náms- og þjálfunarverkefni sem gefa nemendum og starfsfólki tækifæri til að taka hluta af námi eða sinna starfsþjálfun og kennslu í 33 löndum í Evrópu. Alþjóðlegt samstarf sem hefur veitt nemendum Tækniskólans mikla og skemmtilega reynslu og þekkingu.

Lesa meira
Tækniskólinn Sjómannaskólahúsinu Háteigsvegi.

16.5.2017 : Útskriftarsýning Margmiðlunar- og Vefskólans

Vefskólinn og Margmiðlunarskólinn verða útskriftarsýningu í Bíó Paradís fimmtudaginn 18. maí kl 17:00 - 20:00.  
Vefir og vefmál, tölvuleikjagerð, tæknibrellur og myndsköpun ásamt miklu fleiru verður til umfjöllunar og sýningar. 

Allir sem hafa áhuga vefmálum, tölvuleikjagerð, tæknibrellum og myndsköpun og fleiru í þessum greinum eru hvattir til að mæta. 

Lesa meira
Askur tímarit útskriftarnema í grafískri miðlun vor 2017.

15.5.2017 : Tímaritið Askur er komið út

Útskriftarnemendur í grafískri miðlun gefa út tímaritið Ask sem jafnframt er lokaverkefni þeirra.
Tímaritið er afar veglegt og metnaðarfullt og sýnir fjölbreytnina í verkum nemenda. 

Lesa meira
Merki Tækniskólans við hús hans á Skólavörðuholti.

12.5.2017 : Próf-/verkefnasýning og staðfesta val.
Birting einkunna - 19. maí

Próf- / verkefnasýning og birting einkunna verður föstudaginn 19. maí kl. 12-14.
Þá skal nemandi fara yfir val sitt á næstu önn með umsjónarkennara.

Á þessum degi geta nemendur skoðað prófúrlausnir sínar og verkefni og eru nemendur hvattir til að koma og spjalla við kennara. Opnað verður fyrir einkunnir í Innu kl. 9 sama dag. Einnig ef val er óstaðfest þá þurfa nemendur að fara yfir það með umsjónarkennara og staðfesta í Innu. 

Lesa meira
Símsmiðir að störfum.

9.5.2017 : Nám í símsmíði - innritun opin

Símsmíði er gömul iðngrein sem hefur þróast mikið.
Í dag eru símsmiðir ekki að gera við síma heldur eru þeir t.d. í lagningu og viðgerðum á fjarskiptastrengjum og uppsetningu og viðhaldi á endabúnaði.
Nám í símsmíði er 3 annir eftir að grunnnámi rafiðna lýkur.  
Innritun er opin fyrir haustönn 2017.

Lesa meira
Skóli í Malmö Svíþjóð

5.5.2017 : Styrkir til starfsnáms í Svíþjóð

Rannís auglýsir styrki fyrir nemendur og kennara.

Styrkur til starfsnáms fyrir nemendur og til náms eða undirbúnings kennslu kennara í Svíþjóð sem sænska ríkið fjármagnar. 

Umsóknarfrestur er til 15. maí 2017.

Lesa meira
Mynd viðburðar - útskriftarsýning fataiðn.

2.5.2017 : Útskriftarsýningar - Vorsýningar

Sýningar á verkefnum nemenda Tækniskólans eru haldnar reglulega.
Glæsilegir viðburðir sem sýna afrakstur af vinnu nemenda í fjölbreyttu námi sem Tækniskólinn býður. 
Fataiðnbraut, hönnunar- og nýsköpunarbraut og húsgagnasmíði verða með sýningar á næstu dögum.  Allir velkomnir :) 

Lesa meira
Veggspjald - Hjólað í vinnuna maí 2017.

2.5.2017 : Hjólað í vinnuna

Heilsunefnd Tækniskólans hvetur starfsfólk og nemendur til þess að taka þátt í átakinu ,,Hjólað í vinnuna”.

Átakið hefst þann 3. maí nk. og fer skráning fram á  www.hjoladivinnuna.is

Stofnuð hafa verið tvö lið: TS-starfsmenn og TS-nemendur.

Áfram Tækniskólinn.

Lesa meira