Fréttir forsíða

Fyrirsagnalisti

Frá afhendingu styrkveitinga SI úr Framfarasjóði.

28.4.2017 : Framfarasjóður SI veitir styrk

Formaður og framkvæmdastjóri SI afhentu styrki úr Framfarasjóði Samtaka iðnaðarins fyrr í dag. Tækniskólinn fékk fimm milljóna króna styrk sem fer til verkefnis um þróun rafrænna ferilbóka sem unnið verður í samstarfi við aðra framhaldsskóla, Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins, Menntamálastofnun og Advania. Verkefnið mun  stuðla að miklum framförum í öllu námi sem tengist iðn-, tækni- og verkgreinum.

Lesa meira
Nemendur sem hlutu 2. sætið í keppninni með kennara sínum.

27.4.2017 : Verðlaunasæti fyrir frumkvöðlafyrtæki

Nemendur á hönnunar- og nýsköpunarbraut hlutu viðurkenningu og verðlaun fyrir annað sætið í keppni um fyrirtæki ársins í JA - ungir frumkvöðlar.
Tækniskólinn er stoltur af árangrinum en þetta er í fyrsta sinn sem brautin tekur þátt í keppninni. 

Lesa meira
Merki Tækniskólans við hús hans á Skólavörðuholti.

27.4.2017 : Lok annar og vorpróf 2017

Skólastarf er samkvæmt stundaskrá og kennsluáætlun til og með 11. maí.
Lokadagur til að sækja um sérúrræði í prófum var 28. apríl.
12. - 17. maí - Próf skv. próftöflu

Lesa meira
Frá afhendingu sumargjafa á sumardaginn fyrsta 2017.

27.4.2017 : Byggingatækniskólinn fékk sumargjöf

Á sumardaginn fyrsta gaf Byko Byggingartækniskólanum veglegar sumargjafir. 

Fulltrúar Bosch á Íslandi og starfsmenn Byko færðu skólanum gjafirnar í Hörpunni. 

Lesa meira
Merki Tækniskólans á húsi hans Skólavörðuholti

26.4.2017 : Innritun haust 2017

Nemendur sækja um skólavist rafrænt.  Sótt er um nám í dagskóla á menntagátt.is
Innritun í dreifnám fer fram á innritunarvef Innu.
Inntökuskilyrði eru mismunandi eftir brautum. 

Lesa meira
Nemendur með nýsköpunarverkefnið Ægir

19.4.2017 : Frábær árangur í hönnun og nýsköpun

Tveir hópar sem valdir hafa verið í 15 hópa úrslit af Vörumessunni JA - ungir frumkvöðlar, eru nemendur af hönnunar og nýsköpunarbraut Tækniskólans.
Alls tóku þátt 63 hópar í Vörumessunni sem haldin var í Smáralindinni. 
Þetta er framúrskarandi árangur hjá nemendum og kennurum brautarinnar. 

Lesa meira
Klara, Glódís og Sigþrúður með kennaranum sínum Eyvindi.

11.4.2017 : Hársnyrtinemar keppa í alþjóðlegri keppni

Hársnyrtinemar Handverksskólans fóru til Finnlands og tóku þátt í alþjóðlegri hársnyrtikeppni IAHS, dagana 6.-10. apríl. Svona keppni er dýrmætt tækifæri fyrir nemendur til að byggja upp tengingu við upprennandi fagfólk frá ýmsum löndum.

Lesa meira
Sigurvegarar með farandbikara Fótbóltamóts Tækniskólans.

7.4.2017 : Vel heppnað fótboltamót

Nemendafélag Tækniskólans hélt fótboltamót í Fífunni Kópavogi. Vel var mætt og átta lið að keppa í mjög spennandi keppni.
Keppt var í tveimur riðlum undir góðri stjórn leikfimiskennara Tækniskólans.

Lesa meira
Gleðilega páska.

7.4.2017 : Vorfrí föstudaginn 21. apríl - skólinn lokaður

Vorfrí er föstudaginn 21. apríl og skólinn er lokaður. Starfsdagur og ekki kennsla var miðvikudaginn 19. apríl. Sumardagurinn fyrsti og vorfrí föstudag 21. apríl. 
Ekki kennsla í tvær vikur - dagana 10. - 21. apríl.

Lesa meira
Hollenskir gestir Raftækniskólans skoða Reykdalsvirkjun.

6.4.2017 : Erlent samstarf í Raftækniskólanum

Stjórnendur frá hollenskum framhaldsskólum hafa verið í heimsókn til að kynna sér kennsluhætti og námskrár í rafiðngreinum.
Nemendur frá samstarfsskóla í Þýskalandi hafa verið í Raftækniskólanum samhliða því að kynna sér land og þjóð. Erlend samskipti skila öllum aðilum gróða í kunnáttu og reynslu.

Lesa meira
Tækniskólinn Skólavörðuholti.

3.4.2017 : Opið hús í Tækniskólanum 6. apríl

Skólastofur verða opnar í Hafnarfirði, Skólavörðuholti og hjá verklegu deild Flugskóla Íslands á Reykjavíkurflugvelli.
Opið frá kl. 16:00 – 17:30.

Nemendur efstu bekkja grunnskóla eru sérstaklega hvattir til að mæta með foreldrum eða forráðamönnum.

Hægt verður að kynna sér námið og skoðað aðstæður, hitta nemendur og ræða við námsráðgjafa.

Lesa meira