Fréttir forsíða

Fyrirsagnalisti

Forritunarkeppni grunnskólanna

30.3.2017 : Forritunarkeppni grunnskólanna

Forritunarkeppni grunnskólanna verður haldin laugardaginn 1. apríl.

Mæting í Vörðuskóla við Barónstíg laugardaginn 1. apríl kl.9:00.

Lesa meira
Verkefnavinna í Magmiðlunarskólanum.

28.3.2017 : Innritun í nám til háskólaeininga

Innritun í Margmiðlunarskólann og Vefskólann er opin.
Nám í Margmiðlunarskólanum (RADE) fyrir þá sem hafa áhuga á þrívíddarvinnslu, tæknibrellum, tölvuleikja- og teiknimyndagerð.
Vefskólinn býður upp á skapandi nám með áherslu á viðmótsforritun og veflausnir.

Innritun í þetta nám er opin til 11. júní.

Lesa meira
Nemendur Vefskólans ásamt kennara komnir til Kaupmannahafnar.

28.3.2017 : Öflugt alþjóðlegt samstarf

Margir góðir gestir hafa komið og fengið kynningu á skólanum og verið vel tekið af kennurum og nemendum.
Tveir nemendahópar eru úti frá Tækniskólanum í Danmörku, nemendur Vefskólans og tækniteiknaranemar.
Í lok vikunnar fer hópur frá hársnyrtideildinni til Vasa í Finnlandi.  

Lesa meira
Hópurinn með sprotafyrirtækið Ægir - alíslenskar snyrtivörur.

27.3.2017 : Hönnunar- og nýsköpunarbraut á Vörumessu

Nemendur á hönnunar- og nýsköpunarbraut eru í áfanganum frumkvöðlafræði og hafa unnið að nýsköpunarverkefni sem verður kynnt á Vörumessu næstkomandi laugardag 1. apríl. Nemendur stofna fyrirtæki og það eru þrjú fyrirtæki sem nemar Tækniskólans kynna: PÚPA, ÆGIR og ALGA.

Lesa meira
Hús Tækniskólans Skólavörðuholti.

23.3.2017 : Þriðja staðlota Meistaraskóla skv. eldri námskrá

Þriðja staðlota Meistaraskólans í kennslu skv. eldri námskrá er á Skólavörðuholti 27. og 28. mars.

Stundatafla fyrir staðlotu þrjú vor 2017.

Lesa meira
Dagskrá Skrúfudags 2017

22.3.2017 : Skrúfudagurinn - laugardag 25. mars

Skrúfudagurinn er árviss hefð í skólanum og verður skólinn opinn í Sjómannaskólahúsinu á Háteigsvegi með góðri dagskrá og kynningu í höndum nemenda, kennara og starfsfólks.

Fjölbreytt dagskrá verður í boði laugardaginn 25. mars frá kl. 13:00 til 16:00.

Lesa meira
Veggspjald - Útskriftarsýningar Upplýsingatækniskólansið 2017.

21.3.2017 : Útskriftasýning í Vörðuskóla

Nemendur í grafískri miðlun, ljósmyndun og prentun standa fyrir útskriftarsýningu laugardaginn 25. mars í Vörðuskóla við Barónstíg 34.
Fjölbreytt og stórglæsileg sýning sem verður opin frá kl. 14 - 16.
Viðburðurinn á facebook.  

Lesa meira
Hönnunar- og nýsköpunarnemar taka þátt í Hönnunarmars 2017.

21.3.2017 : Tækniskólinn á Hönnunarmars

Nemendur Tækniskólans á hönnunar og nýsköpunarbraut og úr Handverksskólanum - gull og silfursmíðadeild og fataiðnbraut munu taka þátt í Hönnunarmars.
Nemar í hönnun og nýsköpun taka þátt í viðburði laugardaginn 25. mars kl. 14 - 16 að Frakkarstíg 23, 101 Reykjavík.  
Gull- og silfursmíðanemar og fataiðnnemar verða með sýningu í Borgarbókasafninu í Kringlunni 23. mars til 2. apríl. 
Allir velkomnir

Lesa meira
Verðlaunahafar 1. 2. og 3. sætið í hársnyrtiiðn ásamt kennaranum sínum.

20.3.2017 : Fjöldi verðlauna á Verkiðn til Tækniskólans

Nemendur Tækniskólans stóðu sig frábærlega á nýafstöðnu Íslandsmóti iðn- og verkgreina. Tækniskólinn átti nemendur í fjölda verðlaunasæta. T.d. unnu nemendur hársnyrtideildar Tækniskólans öll þrjú verðlaunasætin í hársnyrtiiðn.

Lesa meira
Allir vinningshafar frá Tækniskólanum ásamt skólastjóranum Guðrúnu Randalin.

20.3.2017 : Tækniskólanemar vinna forritunarkeppni

Æsispennandi Forritunarkeppni framhaldsskólanna fór fram laugardaginn 18. mars.
Alls tóku 45 lið þátt í keppninni en Tækniskólinn sigraði erfiðari deildina, Beta deildina og átti líka lið í 3. sætinu í þeirri deild. Frábær árangur hjá nemendum Upplýsingatækniskóla Tækniskólans. 

Lesa meira
Útskriftarsýning hársnyrtiiðn vorið 2017 í undirbúningi.

15.3.2017 : Sköpunarkraftur og glæsileiki í hárinu

Tíu útskriftarnemar frá hársnyrtideild Handverksskólans héldu glæsilega sýningu sem var unnin í samstarfi við aðrar deildir innan skólans og með tengingu við atvinnulífið. 
Útskriftarnemarnir og hársnyrtideildin þakka gott samstarf og aðkomu nemenda og kennara ljósmyndadeildar, í kvikmyndatækni og grafískri miðlun. Frábærar myndir nema í ljósmyndadeild skólans fylgja fréttinni og segja meira en mörg orð um sýninguna.

Lesa meira
Tækniskólinn Sjómannaskólahúsinu Háteigsvegi.

14.3.2017 : Seinni staðlota í nýrri námskrá Meistaraskóla

Kennsla fer fram í Hátíðarsal skólans að Háteigsvegi (gamli sjómannaskólinn). 
Fyrir nemendur á 1. önn fer kennsla fram 20. - 21. mars 
Fyrir nemendur á 2. önn fer kennsla fram 23. - 24. mars

Lesa meira
Veggspjald - Útskriftarsýning hársnyrtinema vor 2017.

9.3.2017 : Glæsilegt hár - Útskriftarsýning hársnyrtinema

Tíu útskriftarnemendur á hársnyrtibraut Handverksskólans halda sýningu fimmtudaginn 9. mars kl 20:00 í Vörðuskóla og þér/ykkur er boðið að mæta.
Húsið opnar kl 19:30. Allir velkomnir!

Lesa meira
Tækniskólinn Skólavörðuholti

6.3.2017 : Forinnritun 10. bekkinga er 6. mars -10. apríl

Forinnritun nemenda í 10. bekk (fæddir 2001 eða síðar) stendur frá 6. mars -10. apríl. Nemendur fá bréf frá Menntamálastofnun með veflykli að innritunarvef en öll innritun í Tækniskólann fer fram á Menntagátt.

Lesa meira
Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynning.

6.3.2017 : Mín framtíð – Íslandsmót verk- og iðngreina 2017

Framhaldsskólakynning verður haldin dagana 16. – 18. mars 2017 í Laugardalshöllinni.
Á sama tíma fer fram í Höllinni Íslandsmót iðn- og verkgreina. Um 150 keppendur munu taka þátt í Íslandsmótinu og keppt verður í 21 iðngrein.
Tækniskólinn verður með stórt sýningarsvæði og marga keppendur á mótinu. 

Lesa meira
Merki Forritunarkeppni grunnskólanna.

6.3.2017 : Forritunarkeppni og forritunarbúðir

Tækniskólinn heldur Forritunarkeppni grunnskólanna 1. apríl 2017.
Keppnin er opin öllum grunnskólanemendum. Til að undirbúa keppendur eru haldnar forritunarbúðir laugardaginn 11. mars frá kl. 10:00-16:00  í Vörðuskóla
Upplýsingar og skráning í forritunarbúðirnar á: www.kodun.is

Lesa meira
Forsíða Tæknikskólalínunnar, valdagur vor 2017.

3.3.2017 : Valdagur dagskólanema er 13. mars

Valvika 13.-17. mars.

Á valdegi staðfesta nemendur val fyrir haustönn 2017.
Kennsla fellur niður, frá kl. 10:30 - 11:10 meðan kennarar eru til viðtals vegna vals.
Staðsetningu kennara má sjá í frétt.

Lesa meira
Flugvirkjar 2017 - bekkur ICE5. Myndin er tekin á Akureyri með DC3 vél í bakgrunni og er frá Herði Geirssyni stjórnarformanni Flugsafns Íslands.

3.3.2017 : Aðstaðan og námið í flugvirkjun er fyrsta flokks

Dagana 21. til  23. febrúar tók Flugskólinn á móti úttektaraðilum fyrir flugvirkjanámið. Úttektaraðilar skoðuðu nýja kennsluaðstöðu í Árleyni og verklega aðstöðu í Flugsafninu á Akureyri. Flugvirkjanámið fékk fyrstu einkunn fyrir frábæra kennsluaðstöðu og fór úttektin mjög vel í alla staði.

Lesa meira
Tækniskólinn Skólavörðuholti.

3.3.2017 : Kennslumat - takið þátt!

Nú stendur yfir kennslu- og miðannarmat dagana 2. til 8. mars.

Nemendur, vinsamlegast fyllið út kennslumat á kennsluvef Innu.

Lesa meira
Fræðsla frá lækni í lífsleikni um umferðarslys og mannslíkamann.

1.3.2017 : Umferðaslys og mannslíkaminn

Kristín Sigurðardóttir, slysa- og bráðalæknir, hélt erindi um mannslíkamann og umferðarslys í öllum lífsleiknihópum Tækniskólans. Tryggingarfélagið VÍS veitti rausnarlegan styrk til verkefnisins.
Fræðandi forvarnarstarf sem skilar þekkingu út í umferðina. 

Lesa meira