Fréttir forsíða

Fyrirsagnalisti

Lífshlaupið í febrúar 2017.

31.1.2017 : Lífshlaupið á fullu - allir með!

Tækniskólinn er með lið í Lífshlaupinu 2017.
Heilsuhópur Tækniskólans hvetur alla nemendur og starfsmenn til að taka þátt og efla líkama og sál.
Skólinn hefur staðið sig vel í þessari keppni undanfarin ár - nú gerum við enn betur :) 
Skráning fer fram á http://lifshlaupid.is/ og velja svo lið.

Lesa meira
Tækniskólinn Sjómannaskólahúsinu Háteigsvegi.

30.1.2017 : Fyrri staðlota Meistaraskóla - ný námskrá

Þá er komið að fyrri staðlotunni samkvæmt nýrri námskrá.

Kennt verður 2.- 3. febrúar fyrir nemendur á 1. önn.
Kennt verður 6.- 7. febrúar fyrir nemendur á 2. önn.

Kennsla fer fram í Hátíðarsal skólans á Háteigsvegi.

Lesa meira
Þitt er valið - veggspjaldið - sýnir sykurmagn í drykkjum.

30.1.2017 : Minni sykur í tannverndarviku - heilsueflandi skóli

Tækniskólinn er heilsueflandi skóli og hvetur nemendur og starfsfólk til að huga að sykurmagni í fæðu og drykk í tannverndarviku sem Embætti landlæknis og Tannlæknafélag Íslands standa fyrir 30. janúar til 3. febrúar 

Lesa meira
Jónatan Arnar Örlygsson verkefnastjóri Vefskólans með verðlaunin - vefhetja ársins 2016

30.1.2017 : Vefhetja ársins er verkefnastjóri Vefskólans

Íslensku vefverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Silfurbergi Hörpu föstudaginn 27 janúar.
Jónatan Arnar Örlygsson, verkefnastjóri Vefskólans, hlaut sérstaka viðurkenningu sem vefhetja ársins.

Lesa meira
Mennta- og menningarmálaráðherra Kristján Þór Júlíusson og föruneyti hans með skólameistara, stjórnarformanni og rekstrarráði Tækniskólans.

26.1.2017 : Fyrsta opinbera heimsókn ráðherra

Fyrsta opinbera heimsókn Kristjáns Þórs Júlíussonar mennta- og menningarmálaráðherra var í Tækniskólann. Ráðherra var mjög ánægður með heimsóknina og áhugasamur um alla starfsemina og spjallaði var marga kennara og nemendur í húsnæði skólans á Skólavörðuholti.

Lesa meira
Inga Birna frá Kosmos og Kaos og Jón B. skólameistari undirrita verksamning fyrir nýjan vef.

25.1.2017 : Ný heimasíða í smíðum

Vefstofan Kosmos & Kaos mun sjá um hönnun og smíði á nýjum vef fyrir Tækniskólann.
Gengið var frá undirritun verksamnings og mættu fulltrúar Kosmos & Kaos á fund stjórnenda við skólann.
Þess má geta að vefstofan Kosmos & Kaos er tilnefnd til sjö verðlauna á uppskeruhátíð vefiðnaðarins sem eru Íslensku vefverðlaunin.

Lesa meira
Frá útskriftarsýningu hársnyrtinema á Spot 16. október 2015.

25.1.2017 : Stofudagar - allir velkomnir í klippingu

Allir velkomnir í hársnyrtingu þessa daga gegn vægu gjaldi.

Fyrstur kemur, fyrstur fær - sími á hársnyrtigangi er 514 9182

Afgreitt er eftir númerum.

Lesa meira
Garðaskóli í námskynningu í Tækniskólanum.

20.1.2017 : Kynning fyrir Garðaskóla og GERT - verkefnið

Tækniskólinn bauð tæplega 160 nemendum í 10 bekk  í Garðaskóla í Garðabæ að koma og kynna sér námsframboð. 
Námskynningin var liður í GERT verkefninu sem er samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og mennta- og menningarráðuneytisins

Lesa meira
Hús Tækniskólans Skólavörðuholti.

16.1.2017 : Viðurkenning sem framhaldsfræðsluaðili

Menntamálastofnun hefur samþykkt umsókn Tækniskólans um að gerast fræðsluaðili. Skólinn fagnar þessari niðurstöðu og mun í framhaldinu þróa námsleiðir fyrir þann markhóp sem framhaldsfræðslan sinnir.

Lesa meira
Hús Tækniskólans Skólavörðuholti.

13.1.2017 : Fyrsta lota Meistaraskóla - eldri námskrá

Fyrsta staðlota Meistaraskólans er á Skólavörðuholti 16. og 17. janúar. 
Aðeins fyrir nemendur sem stunda meistaranám skv. eldri námsskrá.
Stundatafla fyrir staðlotuna

Um námsskipulag Meistaraskólans sjá nánar á síðu skólans.

Lesa meira
Myndabók frá útskrift Tækniskólans í desember 2016.

10.1.2017 : Myndabók og myndir frá útskrift

Anna Fjóla Gísladóttir, ljósmyndari og kennari í Tækniskólanum, tók myndir við útskriftarathöfn Tækniskólans í desember 2016. Hægt er að panta  myndabók og myndir  hjá Önnu Fjólu.

Lesa meira
Skyndihjálp - Getur þú hjálpað?

9.1.2017 : Áfangi í skyndihjálp

Boðið er upp á skyndihjálp sem er ein eining, og er kennd á tveimur dögum í 12 klukkustundir samtals.Til að skrá sig þarf nemandi að biðja skólastjóra sinn eða námsráðgjafa að gera töflubreytingu

Lesa meira
Umfjöllun um K2- námsleiðina í Fréttatímanum 6. janúar 2017.

6.1.2017 : Góð umfjöllun um nám og námskeið

Tækniskólinn var áberandi í blöðunum þann 6. janúar þar sem fjallað var um nám og námskeið.
Frábær viðtöl við kennara skólans og skemmtileg umfjöllun um námsleiðir og námskeið sem í boði eru. 

Tækniskólinn var framúrskarandi í blöðunum þennan dag.

Lesa meira
Jón B. Stefánsson og Torfi Johannsson.

6.1.2017 : Grænir skátar og Tækniskólinn

Tækniskólinn og Þjóðþrif - Grænir skátar gerðu með sér samning. Söfnunarskápum hefur verið komið fyrir við skólann og verður þannig séð til þess að dósir og flöskur verði settar í endurvinnslu. Þetta er þáttur í framkvæmd á umhverfisstefnu skólans. 

Lesa meira
Iðnú bókabúð býður afslátt.

5.1.2017 : Skólabækur - námsgagnalisti

Nemendur og kennarar finna upplýsingar um bækur og námsgögn í Innu  og á Námsgagnalista

Í Innu er námsgagnalisti á sömu síðu og stundatafla - efst hægra megin.

Iðnú skólavörubúð býður nemendum og kennurum Tækniskólans sérstök kjör. 

Lesa meira
Áramótakveðja Tækniskólans 2016-2017.

2.1.2017 : Gleðilegt nýtt ár!

Tækniskólinn sendir landsmönnum öllum, til sjávar og sveita, bestu óskir um gleðilegt nýtt ár. Með þökk fyrir samstarfið á nýliðnu ári. 

Starfsfólk Tækniskólans hlakkar til að taka á móti nemendum skólans á nýju ári.

Lesa meira