Fréttir forsíða

Fyrirsagnalisti

Prófatími - bækur - lyklaborð.

30.11.2016 : Lokapróf haustannar 2016

Dagana 9. – 14. desember eru próf samkvæmt próftöflu.
Nemendur geta skoðað eigin próftöflu í Innu.
Upplýsingar um sjúkrapróf, lengri próftíma og prófareglur eru í frétt.

Lesa meira
Útsýnið frá bókasafninu Skólavörðuholti.

28.11.2016 : Könnun um jafnréttismál

Nemendur eru hvattir til að taka þátt í könnun á Innu

Á Innu eru fimm spurningar um jafnrétti í Tækniskólanum.

Nú geta nemendur notað tækifærið og sagt sína skoðun!

Lesa meira
Frá útskrift Tækniskólans í Silfurbergi Hörpu í desember 3013.

22.11.2016 : Útskrift Tækniskólans 21. desember

Útskriftarathöfn Tækniskólans verður miðvikudaginn 21. desember í Silfurbergi Hörpu. 
Útskrift verður tvískipt:
framhaldsskólastigið kl. 13:00
Meistaraskólinn, Flugskólinn og hljóðtækni kl. 16:00

Lesa meira
Skúlptrúr - Hönnunar og nýsköpunarbraut

18.11.2016 : Hönnun og nýsköpun — opið fyrir innritun

Braut fyrir nemendur sem ætla í hönnunar- og tæknitengdar greinar á háskólastigi. Náminu lýkur með stúdentsprófi.
Einnig er boðið upp á eins árs fornám fyrir nemendur með stúdentspróf. 

Opið fyrir innnritun – framlengt til 12. desember. 

Lesa meira
Tískusýning unglist í Ráðhúsinu 2016.

18.11.2016 : Tískusýning Unglist

Nemendur fataiðnbrautar Handverksskólans voru með tískusýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur í tengslum við Unglistahátíð Hins hússins. Gull- og silfursmíðanemar sýndu einnig verk sín og nemendur hársnyrtibrautar sáu um hár módelanna

Lesa meira
Viðtal við Nönnu Traustadóttur um K2.

17.11.2016 : Námsbraut sem vekur athygli

Frábær grein og gott viðtal við Nönnu Traustadóttur, verkefnastjóra K2, er í nýjasta blaði Skólavörðunnar. 
Einnig er birt áhugavert bréf frá nemenda sem er góð umsögn um brautina. Tengill á greinina í frétt. 

Lesa meira
Fréttin um stigann í Fjarðarfréttum.

17.11.2016 : Færðu líknardeildinni æfingastiga

Útskrifaður húsasmíðanemi og kennarar Tækniskólans færðu líknardeild Landspítalans æfingastiga. Fleiri deildir skólans komu að gerð stigans sem notaður verður til að bæta lífsgæði sjúklinga og aðstandenda. 

Lesa meira
Merki Morfís-keppninnar

17.11.2016 : Tækniskólinn og MA í Morfís

Tækniskólinn mætir Menntaskólanum á Akureyri í Morfís á föstudaginn 18. nóvember kl. 20:00 í Vörðuskóla. Nú þurfa allir að mæta og styðja lið Tækniskólans í skemmtilegri keppni.
Áfram Tækniskólinn!

Lesa meira
Vetrarhörkur - bókakápa

14.11.2016 : Upplestur á degi íslenskrar tungu

Á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, munu Hildur Knútsdóttir og Ævar Þór Benediktsson lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum á bókasöfnunum. 
Lesið verður á Skólavörðuholti kl. 11:10 og í Hafnarfirði kl. 13:10

Allir velkomnir!

Lesa meira
Myndir frá Upplýsingatækniskólanum

14.11.2016 : Innritun opin í dagskóla og dreifnám

Nú er opið fyrir innritun í dagskóla og dreifnám á vorönn 2017. Flestar brautir Tækniskólans taka inn nýnema á vorönn. Fjölbreytt og skemmtilegt nám í boði. 

Lesa meira
Sjónvarpsþátturinn Landinn á gítarsmíðanámskeiði.

14.11.2016 : Landinn á gítarsmíðanámskeiði

Gísli í  sjónvarpsþættinum Landanum kom í heimsókn á gítarsmíðanámskeið og var sýnt frá því á RÚV. Sjá hér.
Næsta námskeið hefst 26. janúar 2017. Skráning og nánari upplýsingar.

Lesa meira
Hljóðtækninám er í boði í Tækniskólanum.

10.11.2016 : Hljóðtækninám

Innritun er opin í hljóðtækni. Innritun fer fram á Menntagátt, www.menntagatt.is 
Í hljóðtækni fá nemendur m.a. fræðslu og þjálfun í hljóðupptökum, hljóðvinnslu og masteringum.
Innritun stendur yfir til 10.desember.

Lesa meira
Skjámynd af Tímariti ljósmyndadeildar Tækniskólans.

10.11.2016 : Tímarit ljósmyndadeildarinnar

Nýútkomið er tímarit ljósmyndadeildar Tækniskólans. Tímaritið mun bjóða bæði ljósmyndurum og áhugafólki upp á skemmtilegar og fræðandi greinar um allt sem tengist ljósmyndun.
Tímaritið er auðvitað aðgengilegt á öllum snjalltækjum.

Lesa meira
Tískusýning Unglist - nóvember 2015 í ráðhúsi Reykjavíkur.

9.11.2016 : Unglist - sýning fataiðnbrautar

Tískusýning nemenda fataiðndeildar Tækniskólans og annarra ungra hönnuða verður:
í ráðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 12. nóvember kl. 20 - 23.
Sýningin verður stórglæsileg og allir eru velkomnir. 

Lesa meira
Hollensku gestirnir í kennslurými Raftækniskólans.

8.11.2016 : Gestir frá Hollandi

Hópur kennara víðsvegar að frá Hollandi, sem eiga það sameiginlegt að sjá um tengsl við erlenda skóla, heimsótti Raftækniskólann. Áhugi á kennsu í endurnýtanlegum orkugjöfum var tilefni heimsóknarinnar. 

Lesa meira
Myndasýning frá útskriftarsýningu í grafískri miðlun nóvember 2016.

7.11.2016 : Glæsileg sýning - grafísk miðlun

Útskriftarsýningin í grafískri miðlun sem var laugardaginn 5. nóvember gekk mjög vel.  
Mikill gestagangur var og verkefni nemenda vöktu mikla athygli.
Myndir og myndbönd, sem lýsa stemmingunni, eru í frétt.

Lesa meira
Nemendur sem keppa fyrir hönd Tækniskólans í Boxinu, framkvæmdakeppni framhaldsskólanna.

4.11.2016 : K2 & Silvía lið Tækniskólans í Boxinu

Eitt af liðum Tækniskólans sem tók þátt í forkeppni Boxins komst í úrslit. Úrslitakeppnin fer fram laugardaginn 12. nóvember í Háskólanum í Reykjavík þar sem lið átta framhaldsskóla munu etja kappi.  

Lesa meira
Hús Tækniskólans Skólavörðuholti.

3.11.2016 : Þriðja staðlota Meistaraskólans (eldri námskrá) er 7. og 8. nóvember

Þriðja staðlota Meistaraskólans (eldri námskrá) er á Skólavörðuholti 7. og 8. nóvember

Athugið að þetta á aðeins við um nemendur sem stunda meistaranám skv. eldri námsskrá.
Stundatafla hér.

Lesa meira
Endurnýting á tölvuhlutum - kassar, skjár og viftuborðar.

2.11.2016 : Hönnun og nýsköpun

Nemendur á  hönnunar- og nýsköpunarbraut sýna frábær verkefni á 4. hæð á Skólavörðuholti vikuna 31. október til 4. nóvember og viðburð kl. 12:30 á föstudaginn.
Verkefnin eru uppskera vinnu í nokkrum áföngum frá annarri verkefnalotu annarinnar. 

Lesa meira
Mynd af útskriftarnemendum í grafískri miðlun haust 2016.

1.11.2016 : Útskriftarsýning- grafísk miðlun!

Útskriftarnemendur Upplýsingatækniskólans í grafískri miðlun bjóða til sýningar laugardaginn 5. nóvember kl. 13:00 - 15:00 í Vörðuskóla Skólavörðuholti, inngangur frá Barónstíg.  
Allir velkomnir!

Lesa meira