Fréttir forsíða

Fyrirsagnalisti

Skjámynd af vef ljósmyndadeildar Tækniskólans.

30.5.2016 : Skapandi portrettmyndataka, Just Loomis

Þriggja daga vinnustofa í portrettmyndatöku var fullbókuð og hópur þátttakenda var fjölbreyttur. Lærdómsríkt og skemmtilegt námskeið undir handleiðslu Just Loomis. 

Lesa meira
Verðlaunahafar útskrift vor 2016

30.5.2016 : Fjölmennasta útskrift Tækniskólans

Nemendur Tækniskólans mættu prúðbúnir í Eldborgarsal Hörpu á fjölmennustu útskrift skólans frá upphafi. Alls voru 423 nemendur skráðir til útskriftar.

Lesa meira
Raftækniskólinn: Sýning rafeindavirkjanema 25. maí 2016

24.5.2016 : Frábær sýning í rafeindavirkjun

Útskriftarnemendur í rafeindavirkjun stóðu fyrir sýningu á sveinsprófsverkefnum. Kynningar á YouTube í fréttinni :)

Lesa meira
Atvinnutilboð fyrir nema :)

23.5.2016 : Sumarstörf og námssamingar

Fjöldi fyrirtækja hefur samband við Tækniskólann og leitar að nemendum til starfa, ýmist á námssamning eða í sumarstörf. 

Lesa meira
Mynd tekin þegar formlegur samningur við KEA var undirritaður.

23.5.2016 : Tímamótasamningur við Vefskólann

Vefskólinn og Copenhagen School of Design and Technology (KEA) hafa gert með sér einstakan samning. Nemendur frá Vefskólanum geta bætt við sig þremur önnum hjá KEA og útskrifast með B.A í Web Development.

Lesa meira
Frá útskrift vor 2014 í Eldborg Hörpu

23.5.2016 : Útskrift verður föstudaginn 27.maí

Útskrift Tækniskólans verður föstudaginn 27. maí 2016 kl. 13:00 í Hörpu tónlistarhúsi.
Nemendur eru hvattir til að halda daginn hátíðlegan og bjóða með sér gestum. Dagskrá í frétt. 

Lesa meira
Sýning nemenda á fataiðnbraut vor 2016.

20.5.2016 : Þræðir - sýning nema í fataiðn

Verðandi sveinar í kjólasaum verða með sýningu á glæsilegum verkefnum – laugardaginn 21.maí – sýningin verður í sal VOX Club á Hilton Reykjavík Nordica.
Sýningin er opin frá kl. 13:00 til 17:00.   Allir velkomnir!

Lesa meira

20.5.2016 : Just Loomis vinnustofa

Ljósmyndadeild Tækniskólans og Endurmenntunarskólinn standa fyrir þriggja daga ljósmyndanámskeiði á vegum bandaríska ljósmyndarans Just Loomis, 20. - 22. maí, þess fræga tísku- og portrettljósmyndara.

Lesa meira
Merki Tækniskólans á húsinu.

18.5.2016 : Prófsýning og birting einkunna 23. maí

Á prófsýningardegi, mánudaginn 23. maí kl. 12-14, geta nemendur skoðað úrlausnir sínar hjá kennara og eru nemendur hvattir til að koma og spjalla við kennara og skoða prófin sín. Opnað verður fyrir einkunnir í Innu kl. 9 sama dag.

Lesa meira
Nemendasýning hönnunarbrautar vorið 2016

13.5.2016 : Sýning hönnunarbrautar

Nemendur á hönnunarbraut Tækniskólans sýna verkefni sín í matsal nemenda á Skólavörðuholti.
Fjölbreytt sýning úr áföngum brautarinnar. Allir velkomnir :)

Lesa meira
Útskriftarsýning Margmiðlunarskólans vorið 2016, 12. maí 2016 í Bíó Paradís

12.5.2016 : Útskriftarsýning í Bíó Paradís

Nemendur Margmiðlunarskóla Tækniskólans stóðu fyrir glæsilegri sýningu á verkum sínum, fimmtudaginn 12. maí í Bíó Paradís.
Meðal útskriftarverkefna voru tölvuleikir, animation, stuttmyndir, VFX, karaktersköpun og hefðbundin 3D list, mörg myndræn og falleg verkefni. Brot má sjá hér.

Lesa meira
Frá húsgagnasýningu nemenda vorið 2013.

10.5.2016 : Húsgögn og trévinna á sýningu 13. maí

Húsgagnasýning nemenda í húsgagnadeild verður föstudaginn 13. maí kl. 13-18, á jarðhæð í vesturálmu í húsi Tækniskólans á Skólavörðuholtinu.
Á sýningunni verða lokaverkefni útskriftarnema. Allir velkomnir.

Nemendur í Trévinnu TRV1736 hafa einnig sett upp sýningu á munum frá vorönn 2016. Þá muni er að finna í stóra sýningarglugganum við vestari inngang skólans.

Lesa meira
Lokaverkefni nema í grafískri miðlun, tímaritið Askur, 1. tölublað, 5. árgangur

10.5.2016 : Tímaritið Askur er komið út á vorönn 2016

Útskriftarnemendur í grafískri miðlun gefa jafnan út tímaritið Ask, sem jafnframt er lokaverkefni þeirra. Fyrsta tölublað 5. árgangs er komið út. Til að nálgast það á netinu er hægt að smella hér.

Lesa meira
Rafiðnaðurinn - fjölbreytt störf

6.5.2016 : Ráðstefna um verkefnastýrt nám

Í Raftækniskólanum hefur farið fram þróun við verkefnastýrt nám bæði í dreifnámi og dagskóla. 

Raftækniskólinn býður til ráðstefnu/fundar um verkefnastýrt nám mánudaginn 9. maí kl. 9.00 í stofu 304 í Tækniskólanum Hafnarfirði. 

 

Lesa meira
Tæknibrellur - 3D

2.5.2016 : Tækniskóli unga fólksins

Tækniskóli unga fólksins býður upp á skemmtileg og spennandi námskeið fyrir 12-16 ára í tvær vikur í júní. 
Skoðið úrval námskeiða á  síðu Tækniskóla unga fólksins. 

Lesa meira
Sölusýning í anddyri Tækniskólans Hafnarfirði.

2.5.2016 : Sölusýning starfsbrautar

Breytt og uppgerð húsgögn til sýnis og sölu í anddyri Tækniskólans í Hafnarfirði Flatahrauni 12. 

Komið og skoðið og kaupið á góðu verði.
Allir velkomnir. Opið á skólatíma.

Lesa meira