Fréttir forsíða

Fyrirsagnalisti

Útskriftarsýning vor 2016

28.4.2016 : Útskriftarsýning hársnyrtibrautar vor 2016

Þann 4. mars héldu útskriftarnemar hársnyrtibrautar Handverksskólans sýningu á verkum sínum. Sýningin var nú haldin í Vörðuskóla sem var breytt í flottan sýningarsal og hentaði fullkomlega fyrir þema kvöldsins, sem var Óskarinn/Rauði dregillinn. Margar myndir eru með frétt :)

Lesa meira
Nýnemabraut - fjölmenning

27.4.2016 : Hár Erasmus+ styrkur til Tækniskólans

Eins og undanfarin ár fékk Tækniskólinn nú einn af hæstu styrkjunum úr menntahluta Erasmus+.
Alþjóðafulltrúi Tækniskólans  Ingibjörg Rögnvaldsdóttir veitir nemendum og starfsmönnum allar upplýsingar um erlend samskipti.

Lesa meira
Vefsíða ljósmyndadeildar.

26.4.2016 : Vefur ljósmyndadeildarinnar

Kennarar í ljósmyndadeild skólans hafa nú sett upp sjálfstætt vefsetur fyrir deildina. Tilgangur þess er að gera ljósmyndadeildina mun sýnilegri gagnvart almenningi og skapa henni sterka ímynd í huga ljósmyndaáhugafólks. Slóðin að nýja vefsetrinu er www.ljosmyndadeildin.com.

Lesa meira
Hönnunarnemarnir með kennara í Danmörku.

26.4.2016 : Á ferð og flugi

Nemendur og kennarar í skipstjórn og af hönnunarbraut fóru í náms- og kynningarferðir til Noregs og Danmerkur. Tækniskólinn á í öflugu og góðu samstarfi við erlenda skóla og svona heimsóknir skila alltaf miklu og auðga andann. Skemmtilega myndir, myndband og kynningarefni frá ferðunum eru í fréttinni.

Lesa meira
Frá heimsokn-Bloomberg-TV í Margmiðlunarskólann

25.4.2016 : Bloomberg TV í heimsókn.

Margmiðlunarskólinn (RADE) fékk heimsókn frá Bloomberg TV fréttaveitunni og íslenska eftirvinnslufyrirtækinu RVX. Bloomberg er að gera nýja þætti sem fjalla um minna þekkt tæknilönd eins og Nýja Sjáland, Ísland og fleiri. Þátturinn mun heita „Hello World“.

Lesa meira
Bækur

25.4.2016 : Lokapróf vorannar 2016

Vikuna 13. - 19. maí eru próf skv. próftöflu sem birt er í Innu hjá hverjum nemanda á sömu síðu og stundaskrá. Skólastarf er samkvæmt stundaskrá og kennsluáætlun til og með 12. maí. Hér er heildarpróftafla eftir dögum, athugið að próftaflan í Innu ræður ef upplýsingar stangast á.

Sjúkrapróf verða 20.maí (sjá nánar í frétt).
Nemendur ættu að kynna sér prófareglur Tækniskólans. 

Lesa meira

20.4.2016 : Gleðilegt sumar!

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn!
Við fögnum sumarkomu og höfum lokað föstudaginn 22. apríl. 
Vegna starfsmannafundar opna skrifstofa og bókasöfn kl. 10:00 mánudaginn 25. apríl.

Lesa meira
Gestirnir fyrir framan Tækniskólann.

20.4.2016 : Margir góðir erlendir gestir

Tækniskólinn á í öflugu og góðu samstarfi við skóla í Evrópu. Margir góðir gestir hafa verið í heimsókn í skólanum að undanförnu. Nánast allar brautir skólans hafa fengið heimsókn í vetur. Þetta lofar góðu um heimsóknir til Evrópu fyrir kennara og nemendur Tækniskólans.

Lesa meira
Umfjöllun á Hringbraut um iðnmenntun

19.4.2016 : Iðnmenntun - góð menntun

Í þættinum Litla iðnþingið á Hringbaut var fjallað um hina miklu þörf sem er á iðnmenntuðu fólki. Jón B. Stefánsson skólameistari Tækniskólans talaði okkar máli og nefndi t.d. að iðnmenntun gefur öruggt starf og mjög góð laun.

Lesa meira
Mynd af auglýsingu.

18.4.2016 : Kennarar óskast á K2

Tækniskólinn vill bæta við kennurum í öflugan hóp starfsmanna til kennslu á nýrri braut við skólann. K2 er þriggja ára stúdentsleið með áherslu á tækni og vísindi.  Umsóknarfrestur er til og með 24. apríl 2016. 

Lesa meira
Skiptinemar frá Litháen í heimsókn á fataiðnbraut.

18.4.2016 : Heimsókn hjá Handverkskólanum

Hjá Handverksskólanum á fataiðnbraut er heimsókn á vegum Kalaipeda Technology training Center, Litháen. Þetta eru fjórir nemendur í kjólasaum og einn kennari. Möguleikar eru í boði á skiptinámi til Litháen fyrir nemendur Tækniskólans.

Lesa meira
Vefþróunarnemar vinna þarfagreiningu .

14.4.2016 : Vefþróunarnemar fá mikið hrós

Undanfarnar vikur hafa nemendur Tækniskólans í vefþróun unnið þarfagreiningaverkefni í samstarfi við fyrirtæki í atvinnulífinu. Fyrirtækin voru mjög ánægð með vinnuna og nemarnir hlutu mikið hrós fyrir verkefnin sín.

Lesa meira
Nemendur í Margmiðlunarskólanum.

14.4.2016 : Tækniskólinn vinsælli en nokkru sinni

Tækniskólinn er næstvinsælastur í vali 10. bekkinga á framhaldsskóla. Umsóknir í Tækniskólann hafa margfaldast frá síðasta ári. Hefur þú áhuga á að sækja um? 
Fjölbreytt nám í boði! 

Lesa meira
Heimsókn frá IES Principe Felipe framhaldsskólanum 13. apríl 2106

13.4.2016 : Heimsókn frá Madrid

Góðir gestir frá IES Principe Felipe framhaldsskólanum í Madrid eru hjá okkur þessa dagana til að kynna sér kennsluhætti og búnað Tækniskólans.

Lesa meira
Mengun í sjó - Morgunblaðið - 7. apríl 2016

11.4.2016 : Fræða unga fólkið um hættuna af mengun í sjó

Í Morgunblaðinu, 7. apríl síðastliðinn, birtist grein um gerð fræðsluefnis um mengun sjávar. Að verkefninu standa Birna Sigrún Hallsdóttir, umhverfisverkfræðingur, ráðgjafi hjá Umhverfisráðgjöf Íslands og umhverfisfræðikennari við Skipstjórnarskóla Tækniskólans, og Ævar Þór Benediktsson, vísindamaður og barnabókahöfundur með meiru.

Lesa meira
Raftækniskólinn: Nemendaheimsókn frá Jobelmann Schule í Þýskalandi

6.4.2016 : Gestir Raftækniskólans

Þessa dagana er hópur nemenda frá Jobelmann Schule í Stade í Þýskalandi í heimsókn til að vinna verkefni hjá kennurum og kynnast nemendum skólans auk þess að kynna land og þjóð.

Lesa meira
Merki K2

6.4.2016 : Kynningarfundur vor 2016 á K2 Tækni- og vísindaleiðinni

Kynningarfundur um námsbrautina K2 Tækni- og vísindaleiðina verður þann 7.apríl klukkan 18.00 til 18.45 á Skólavörðuholti í stofu 415. 

Námið er sérhannað fyrir nemendur sem vilja góðan undirbúning fyrir háskólanám í tækni- og vísindagreinum.

Lesa meira
Besta íþróttamyndin - verðlaun blaðaljósmyndara 2015.

5.4.2016 : Ljósmyndarar frá Tækniskólanum verðlaunaðir

Gaman er að geta þess að tveir af fyrrverandi nemendum ljósmyndadeildar unnu til verðlauna á fréttaljósmyndasýningu blaðaljósmyndara.

Lesa meira
Forritunarkeppni grunnskólanna apríl 2016

4.4.2016 : Úrslit ljós í Forritunarkeppni grunnskólanna

Úrslit í Forritunarkeppni grunnskólanna fóru fram í Vörðuskóla laugardaginn 2. apríl. Glæsilegur hópur nemenda tók þátt og var gaman að sjá hvað keppendur voru áhugasamir. Tækniskólinn óskar öllum þátttakendum til hamingju og vonast til að sjá sem flesta aftur á næsta ári.

Lesa meira